o - Hausmynd

o

Þó maður sé nú pirraður út í samfélagið stöku sinnum.

Ragnar ÞórTil dæmis eins og þegar Herbert Guðmundsson vill ekki borga þak nágrannans.

Björn Bjarnason óskar suðurnesjalöggum velfarnaðar í nýjum störfum.

Geir Harði segir okkur að lifa á Ánamöðkum, aþþí við eyddum of miklu í fyrra.

Árni Matt vill ekki selja bréfin sín í Sparisjóðnum.

Það er kalt úti.

 

 

Þá er bara að kíkja í myndafjársjóðinn og hér er ein af elsta barninu mínu klórandi í kletta.

Og þá, eins og hið yngsta segir alltaf þegar það fær það sem það vill:

"Nú líður mér miklu betur"................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! Hann er svona.... í jaðarsportinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Minn stundaði þetta meðal annars þegar hann var í björgunarsveit. Mér var ekki rótt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mig svimar þegar ég horfi á myndina, hvernig er þetta hægt ?

Hvernig má annað vera en að maður verði pirraður út í samfélagið - svona af og til? Á það ekki síst við núna á þessum síðustu og verstu tímum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 06:05

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Eitt sem ég skil ekki!!!

Hvað er hann að gera með hjálminn, en að öðru leyti nakinn?????

Og afhverju hangir þessi lína niður frá honum, ekki bjargar hún neinu ef hann dettur

'

Sverrir Einarsson, 25.9.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hausinn er viðkvæmastur Sverrir, svo dettur hann örugglega upp ef hann dettur.

Nee djók. Línan er auðvitað trygging sem hann er að koma fyrir, fyrir þá næstu sem príla. Svo er hún tryggð af öðrum á jörðu, bjáninn þinn.

Jebb, maður er alltaf skíthræddur þegar hann er að þessu príli Út og Suður.

Þröstur Unnar, 25.9.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þegar ég skoða myndina betur (setti upp gleraugun) þá hef ég grun um að þetta sé síðan í sumar og hann sé að reyna að komast frítt á þjóðhátíð hehe.

Sverrir Einarsson, 25.9.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband