18.9.2008 | 14:18
Jiiiii minn eini hvað bloggið getur truflað mann.............
Í gærkvöldi settist ég inn í kompu eins langt frá tölvunni og hægt var, með hrúgu af námsbókum hjá hinni tölvunni.
Markmiðið var skýrt og viljinn einbeittur, að skila verkefni í félagsfræði.
Gjóaði augunum annað slagið fram í stofu á kvikindið sem sýndi engi merki hreyfingar eða skilaboða, bloggið gapti á móti mér.
Þoli ekki skjáhvíla.
Eftir klukkutíma hætti ég og stóð upp, þá búinn að mála eitt acryl-málverk. Mér heyrðist Snorra Edda hósta pínu, en það gat svo sem hafa verið sæta nágrannakonan mín.
Stofutölvuferlíkið hafði sigrað þessa lotu.
Hvað ungur nemur gamall lemur.
Í annarri lotu skal hún sigruð á Yppon....Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þröstur ertu nemandi? Hvað ertu að læra? Trúi ekki þessu með akrilmálverkið en þú gætir verið að studera, trúi því alveg.
Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 14:31
Akkurru trúir þú því ekki ÍA? Ég er mjög listhneigður aðili.
Nokkuð laust pláss í Leifsbúð?
Stúderandi á félagsfræðibraut, nokkur fög í fjarnámi.
Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:53
Fyrir nokkrum mínútum frumsýndi ég á blogginu mínu bíómynd með þig í veigamiklu hlutverki. Of seint að láta setja lögbann á hana. Múahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:35
þröstur geturu nokkuð lánað mér kjólinn
Brynja skordal, 18.9.2008 kl. 18:15
Skagaprýði verður fyrst að skila honum Brynja mín, svo máttu eig´ann.
Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.