16.9.2008 | 15:21
Þegar Ellý Ármanns les fyrir mig.....................
fréttirnar á daginn, líður mér vel. Hún hefur undurþýða, svolítið barnalega en samt skýra rödd, og skilar lestrinum ákaflega vel frá sér.
En eitt læt ég samt fara í pirrurnar á mér (hvar sem þær eru nú). Hún segir alltaf í lokin:
" Minnum á Vísir púnktur is "
Ætti hún ekki að segja: " Minnum á Vísi púnktur is"?
Jæja þá er það frá.
Er viss um að hún svarar mér þessu í eigin persónu hér á bloggi allra landsmanna. Not?
Minnum á fellibyl og hryðjuregn í kvöld og nótt...................
Athugasemdir
Ellý gæti stokkið inn á síðuna þína þegar minnst varir Þrölli minn.
Hún hefur afskaplega munúðarfulla rödd hún Ellý ef hún væri ekki svona mikill klámkjaftur
Hahahaha gaman að lifa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 15:43
Vitaskuld ætti hún að segja Vísi púnktur is - hún heldur bara að þú áttir þig ekki á því að bæta errinu við
Hún hefur ekki hitt þig? Er það?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 15:44
Hún kommentaði einu sinni hjá mér.
Þekkj´ana sko vel eftir það.
Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 15:53
Takk fyrir ábendinguna Þröstur minn.
Hlý kveðja Ellý
Ellý Ármannsdóttir, 16.9.2008 kl. 16:43
Vá! Nú eruð þið orðin náin....
.....hún er búin að kommenta tvisvar!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 16:54
Jebb við erum mjög náin núna.
Hún er strax búin að breyta, heyrðirðu´ða?
"Minnum á fréttavefinn Vísir púnktur is"
Mín kona sko.............
Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 17:06
Nei - ég hlusta ekki á fréttir! En gott að hún breytti rétt Héðan í frá verður hennar staða réttstaða!!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 17:36
Hvar les hún Ellý Fréttirnar? er alveg út úr kú sko Hafðu það ljúft í leifum frá ike rokinu
Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:05
Auðvitað hafðir þú rétt fyrir þér kallinn minn :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 14:47
Já, vil bæta við að mér líkar vel að hlusta á röddina hennar í útvarpinu
Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.