o - Hausmynd

o

Hún miðaði á ennið á mér og öskraði: " Upp með hendur ".........

HPIM3048Jæja, hugsaði ég. Endar þetta þá svona? En af hverju? Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið? Ég gerði góðverk í fyrradag. Eða var það á sunnudaginn?

" Þetta er Ablativus temporismensurae qualitatis." sagði hún. (held ég)

" Er það hættulegt? "

" Nei " urraði hún hressilega, milli samanbitinna tannanna.

Hún var smávaxin, eiginlega svo lítil að hún stækkaði ekkert þegar hún skaust eldsnöggt upp úr stólnum, út í horn á herberginu, greip tækið og stóð fyrir framan mig miðandi á ennið á mér. Höfuð hennar var í beinni sjónlínu við mitt, og ég sat.

"Lokaðu augunum, ég ætla að frysta hann".

Ég lokaði augunum og baðst fyrir í hljóði. Hún tók í gikkinn og ég fraus.... meina bletturinn.

" Komdu svo eftir mánuð og þá skoða ég þig".

" Þetta eru áttaþúsund sjöhundruð og fimmtíu".

Núna er ég með rautt horn á enninu og fer ekki í Einarsbúð næstu dægrin, en er að þiðna upp.

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með sögunni, þá var þetta húðsjúkdómalæknirinn minn að greina rauðan blett á enni mínu.

Afsakið meðan ég læt mér líða illa..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj - kallanginn..........

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Áttaþúsundsjöhundruðogfimmtíu!    Eins og það sé ekki feykinóg var samþykkt á Alþingi í dag að einkavæða heilbrigðisþjónustuna ennþá meira. Púff, hvar endar þetta?

En gott að þetta var ekkert hættulegt. Vertu bara stoltur af útlitslegu frændseminni við hinn undurfagra einhyrning um sinn. Þú ert greinilega Hot Stuff!

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dullegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta var dýrt. Vá, hvað það var gott að þetta var ekki eitthvað alvarlegt ... ekki endilega í þessari röð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott, ekkert sem sagt alvarlegt, mikill léttir ekki satt en verðið fyrir að láta frysta sig, gott að þetta var ekki ,,djúpfrysting", hvað ætli solleiðis kosti þarna uppi á Hamingjulandinu.

Ía Jóhannsdóttir, 11.9.2008 kl. 07:39

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Vó,, ég er hræður. Takk fyrir samúð.

Hallgerður, jebb ég hef hitt skemmtilegt fólk hérna, sko fyrir utan mig.

Þröstur Unnar, 11.9.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband