o - Hausmynd

o

Kastljós í heimsókn á Höfðabrautina - Uppfærsla á myndbandi

En þar er nú komin ný fjölskylda sem Himnaríkisfrúin Gurrí mun halda utan um fyrsta árið þeirra á Íslandi.

Frábært að sjá fjölskylduna komna til síns heima, í íbúðina þar sem þeim líður vonandi vel. Strákarnir byrjaðir að leika sér að leikföngunum, en litla dúllan (jafn gömul minni), sefur bara endalaust, enda kannski ekki skrítið eftir allt þetta ferðalag og umstang.

Allt í lagi að hafa smá húmor í þessu líka.

Skutla hérna inn myndbandi sem ég fékk sent frá Láru Hönnu bloggvinkonu. Og hún er nú ekki í vandræðum með að klippa sundur og saman myndböndin, eins og sjá má á hennar frábæru síðu.

Verð að viðurkenna að þegar ég hitti Himnaríkisfrúnna, fannst mér eins og hún gæti sprungið í loft upp þá og þegar af spenningi yfir komu fjölskyldunnar sinnar frá Írak.

Annars bara þokkalegur og á að mæta í saumsprettingu á enni í fyrramálið og þá verður tekin ákvörðun um það hvort ég er með holdsveiki eða einhvern annan banvænan sjúkdóm, á enninu.

Ef myndin prentast vel má sjá ungan mann skjótast á milli herbergja...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki að spyrja að Lorý Honey, reddar videóum sem fyrri daginn! En fannst þér þetta ekki of stutt gaman Þrostur minn! góður, því þetta er jú stúlkan þín!?

Samt vil ég minna á, að hún er EKKI frú, heldur DROTTNING í himnaríkinu, allt of ung til að vera frú!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú Meistari, allt of stutt og of lítið sem ég lagði af mörkum.

Allar góðar og prúðar stúlkur eru stúlkurnar mínar.

Og allir í landsliðinu eru strákarnir mínir.

Þröstur Unnar, 9.9.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lítur bara þokkalega út - miðað við holdsveika..........

Gangi þér vel í fyrramálið - og hver veit........kannski er bara alltílagi?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er farin að tala um "konuna" mína, eða hana Línu mína. Vona að saumsprettan reynist ekki neitt-neitt, heillin mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er ekki rétt að skipta nýju útgáfunni inn á? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lára Hanna er snillingur!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:32

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna er sérlegur tæknimaður okkar bloggara.

And I love her.

Og mér er alltaf að líka aðeins betur við þig, en þetta tekur tíma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

snilldarmyndband!

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband