o - Hausmynd

o

Bangsaþvottur - Breytt fyrirsögn að beiðni lesanda..........

HPIM3198Nú eru öll dýrin komin úr þvotti og þurrkun. Sumum þarf kannski að greiða pínu, en öll eiga þau það sameiginlegt að bíða eftir nýju eigendunum sínum sem koma til Akraness aðfararnótt þriðjudags.

Ekki var mikið um afföll miðað við átökin sem þau lentu í, þó ég hafi valið þvottakerfi fyrir viðkvæma, prg. #27.

Finn smá hjartaflökt yfir því að geta gefið örlítið af mér, þó það sé ekki nema brotabrot af því sem aðrir hafa gert hér á Skaganum. Ég fékk að sjá íbúðina þar sem fjöldskylda Gurríar verður og hún er bara tilbúinn, með innbúi og alles, takk fyrir. Hörku nagli þessi Gurrí.

HPIM3186Eydísin mín fékk að leika sér smá stund að allri hrúgunni og átti svolítið bágt um tíma þegar pabbinn sagði henni að hún mætti ekki eiga leikföngin.

Hún sýndi þessu samt merkilega mikinn skilning, eftir að ég sagði henni ágrip af sögu barnanna. Eins og til dæmis einn drengurinn sem hafði misst pabba sinn í sprengingu, og slasast sjálfur.

"Á hann þá engan pabba?"

"Nei, en hann á mömmu sem kemur með honum til Akraness"

Löng þögn og hugs. Lítur lokins upp, ljómandi í framan:

"Þú ert pabbi minn!"

Hjartað tók kipp, í annað skiptið í dag..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún er nú meira krúttið hún Eydís.

Það verður æði að fá sængurfatnaðinn á morgun frá þér, þá er hægt að klára þetta. Þúsund þakkir! Svo er auðvitað mynd af þér á blogginu mínu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sammála Gurrí, sú stutta er óborganlegur gleðigjafi bæði þér og fleirum.

Hvað er Raggi að kvarta (önnur færsla reyndar) kemst hann ekki á littla rauð uppá Skaga?

Eigðu svo góann dag GAMLI (eins og Raggi segir) 

Sverrir Einarsson, 8.9.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð öll frábær í þessu máli Þröstur og snúllan þín klikkar ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Kærar þakkir fyrir okkur.

Sverrir. Ragginn minn á sko alveg inni hjá Gamlanum sínum margar heimsóknir. Hann stendur sig miklu betur í heimsóknunum.

Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sætur í sjónvarpinu í kvöld ... allir að kíkja á www.ruv.is og sjá Þröst!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband