o - Hausmynd

o

Borg óttans heimsótt um nótt - Blaðamaður tjáir sig um bloggið........

crazy-writerSkrapp í borgina í gærkvöldi og rölti í "bæinn" með lífvörð mér við hlið. Aldrei of varlega farið. Miðbærinn var bara troðinn af fólki í góða veðrinu. Er þetta svona allar helgar? Kommon þetta var bara föstudagskvöld.

Hitti blaðamann inni á ölsölufjósi einhverju og sá var ekki par ánægður með okkur bloggara. Sagði bloggið ganga mest út á að rífa niður fólk og níðast á blaðamönnum. Ég fékk mig ekki til að vera honum sammála og espaðist þá kallin um nokkur stig á Richter og sagði: "Hvað munduð þið bloggarar blogga um ef engin væri blaðamaðurinn?"W00t

Sumsé, ef allir blaða og fréttamenn létu af störfum.

Ég er enn að hugsa svarið.GetLost

 

Elska Reykjavík úr öruggri fjarlægð............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, þetta er svona um allar helgar - en ekki kannast ég við að það sé bara bloggað um blaðamenn!   

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er bloggað um blaðamenn?  Ég man ekki eftir neinu sérstöku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kannast heldur ekkert við það, sennilega eru þeir hræddir um að vera atvinnulausir, bloggarar taka yfir, heimsyfirráð

Kærleikur til þín og góða helgi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við yrðum fréttaveitan. Hú níds blaðamenn þegar nóg er af blogginu?

Annars hef ég aldrei bloggað um blaðamann, minnir mig. Þeir hafa þó verið að fylgjast með mér því ég var kominn í blöðin um daginn án þess að hafa hugmynd um. Orðalagið í fréttinni var grunsamlega líkt bloggærslu sem ég hafði skrifað.

Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband