24.6.2008 | 18:33
Finn fyrir töluverðum fráhvarfseinkennum.........
og leið frekar illa í gærkvöldi. Hringdi áðan í hárgreiðslumeistarann minn til að panta mér klippingu og lagningu, en enginn tími laus fyrr en kl 19:00 í kvöld.
Hugsaði með mér" jæja þá missi ég bara af fyrri hálfleik".
En heyrði svo óvart í útvarpi allra landsmanna að það væri engin leikur í kvöld, hann verður annað kvöld.
Þetta var eins og köld vatnsgusa í andlitið.
Hvað gerir maður þegar maður fær ekki skammtinn sinn?
Verður líf eftir EM?
Farinn í lagningu...................
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Tveir dásamlegir dagar á fótbolta en á morgun byrjar martröðin aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 22:49
Þessari törn fer að ljúka og þá kemur í ljós hvort nokkuð líf verður eftir EM...
Ég vona það nú, en maður veit aldrei.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.