ætla ég heim hér og nú. Draga fyrir alla glugga, læsa hurðum, éta pantaða samloku frá Galito, poppa sjálfum mér upp í sófa og ekki róta mér fyrr en úrslit í leiknum liggja á borðinu.
Er eiginlega búinn að fá nóg af þeirri gulu, og lít út eins og gamall rauðvínslegin og marineraður Franskur afbrotamaður.
Góða nótt..
Athugasemdir
Hefur enginn sagt þér að það er stranglega bannað að tala illa um sólina? Hvar ert þú eiginlega alinn upp krakki?
P.s. á ekki að mæta í Hrútafjörðinn í júlí?
Guðrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:24
Gula fíflið er að þreyta mig all svakalega. Ég sit og svitna. Mér finnst það ógeðslegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 17:56
Jú Gunna mín. Alinn upp í norðan nepjunni í Hrútafirðinum, á siginni Grásleppu, selspiki og Ísbjarnarkjöti. Í litla norðurherberginu sást sólin nú ekki nema á kvöldin. Þetta allt gerir mann að því sem maður er í dag og eins og þú veist get ég hrætt Ísbjörn á haf út bara með því að líta í augun á honum.
En þú fékkst sólríka suðurherbergið sem gerir þig að þeirri hjartahlýju manneskju sem þú ert.
Hvað er að gerast í Hrútafirðinum í júlí, spáir hann logni?
Þröstur Unnar, 20.6.2008 kl. 18:15
Helló vinur mundu bara eftir sólvörninni þá verður þetta í góðu lagi þó sú gula sé á þér allan daginn.En í sambandi við Hrútafjörðinn þá sé ég að þitt fólk býr enn þá þar og mitt býr enn í Dölunum. Kannski við eigum eftir að hittast í Hreðavatnsskála eins og í gamla daga, en held ekki held að sveitaböllin séu búin að vera því miður. Hafðu það gott í sólinni.
Erla (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:44
Ekki spurning Erla að hittast í Hreðó. Bara kaffi og kleina, ekkert sukk lengur.
Any time. Réttu bara upp hendi og ég sækji þig.
Þröstur Unnar, 21.6.2008 kl. 22:27
Ha ekkert sukk???? Hva er í gangi?? Ja ég kann enn að sukka eins og Dalamanni sæmir en þú hefur greinilega farið eitthvað út af brautinni eða hvað?? Sko það er eitthvað sem heitir stoppari og maður þarf að kunna á hann........ en kleinur þær eru jú góðar enn, en ég er víst ekki enn orðin nógu fullorðin til að drekka kaffi þannig að já myndi þiggja eitthvað sterkara ja allavega ef ég væri að fara að skemmta mér í Hreðavatnsskála ;)
Erla (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.