16.4.2008 | 21:29
Sko, vörubílarnir þjóta framhjá á ógnarhraða.................
bílstjórarnir með flugmannagleraugun, undantekningalaust með aðra á stýrinu og hina á símanum. Krakkarnir spýtast yfir götuna og rétt ná gangstéttinni hinu megin áður en ferlíkin þruma framhjá í moldarmekki. Sjúkkitt þessi krakki slapp. Farinn áður en ég sé meira.
--------------------------------------------
Ég tek eftir konu á sem gengur hratt eftir gangstéttinni og heldur á c.a 3ja ára stelpu í fanginu. Stelpan berst um. Ég hægi ferðina, stoppa á rauðu ljósi og horfi á þær. Konan hristir stelpuna til sem við það missir rauðu húfuna sína af höfðinu. Konan setur stelpuna niður á gangstéttina hjá húfunni og strunsar áfram, nokkur skref og beygir inn að húsi og hverfur inn. Ég skrúfa niður bílrúðuna og heyri stelpuna gráta, standandi eina hjá húfunni sinni sem hún hefur ekki tekið upp.
Ég doka við hinu megin við götuna og horfi á stelpuna. Hún er stjörf og rótast ekki.
Blóðið fossar í æðum mér. Á ég að gera eitthvað?
Nee, bíddu rólegur.
Konan kemur út og gengur hratt að bíl við gangstéttina án þess að líta á stelpuna sem er í nokkra metra fjarlægð. Rótast eitthvað í bílnum. Stelpan tekur húfuna sína upp af gangstéttinni og gengur hægt að bílnum. Hún grætur enn.
Konan þrífur hana harkalega upp og skellir henni í bílstólinn. Hurðum er skellt og jeppinn þýtur af stað.
Sumir dagar eru öðruvísi dagar.....................
Athugasemdir
guð minn góður þvílik meðferð á barni. A maður bara að horfa á svona. Ég fer alltaf í kerfi ef ég sé svona.
Ólöf Anna , 16.4.2008 kl. 21:51
Ófyrirgefanlegt að láta svona gagnvart barni. Fara í fýlu og taka geðvonskukast ... kommon, þótt barnið hafi verið óþægt þá þarf bara að fara í hlutverk fullorðna aðilans ... og vera góður!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:58
Hrikalegt. Svipað hef ég séð í verslunum og ekkert erfiðara en að standa og horfa á og geta lítið aðhafst í málum. Sumir eiga ekki að vera foreldrar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:50
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 23:57
Kjartan Pálmarsson, 17.4.2008 kl. 09:12
Nákvæmlega eins og Gurrý segir, fara í hlutverk fullorðna aðilans, virðist oft gleymast hjá fólki þegar það er að hegna börnum sínum. Ég verð svooo reið.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 16:25
Hér áður fyrr í Tékklandi var algengt að sjá fullorðið fólk slá litil börn aftan í hnakkann ef þau voru með ólæti. Þetta þoldi ég aldrei. Skammarlegt athæfi sem betur fer er sjaldgæft að sjá hér í dag.
Góðan dag Þröstur minn.
Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:43
Ái!
Þetta var ljótt að heyra.
Guðrún Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:26
Það er óþægilegt að horfa uppá svona framkomu við börn.
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:49
Hef sömu sögu að segja og Ía nema mín er frá Bretlandi og mér sýnast þeir gera þetta enn.......
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:46
ljótt að heyra ... hef ekki orðið vitni að svona sem betur fer
Rebbý, 20.4.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.