19.3.2008 | 21:48
Ertu eins og þú ert............
er myndin af þér gömul, eða pínu lítið lagfærð með aðstoð tölvutækninnar?
Þú veist, litla myndin af þér á bloggsíðunni þinni.
Þú mátt alveg vera með gamla mynd af þér, frá því að þú varst í blóma lífsins það er ekki málið, er sko ekkert að amast við því
En af hverju ættir þú sýna þig öðruvísi en þú ert á þessum fjölmiðli?
Bara vangaveltur hugsandi myndasmiðs........
Gleðileg jól.........
Athugasemdir
Gleðileg jól!
Ef ég lagfæri eitthvað af myndunum sem ég set hjá mér ( get aldrei ákveðið mig), þá er það bara að fela bólur, annað ekki..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:53
Sko, við viljum ekki endilega sjá það sem spegillinn segir. Til hver er Photoshop annars. Svo er það náttúrlega hitt að sumir lifa í draumaheimi
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:16
Ég er með mynd a la naturale addna og hvað ert þú að skipta þér af hvernig fólk kýs að birta sig gamli minn.
Gleðó páskó
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 23:19
Nákvæmlega, hvað ertu að skipta þér af þessu, annars for your info mín er ekta, allar hrukkur á sínum stað. Gaman að þú sért kominn á ról aftur.
Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:28
Er ekkert að skipta mér af esskurnar, bara að spökulera upphátt.
Ía, er sko búinn að vera á góðu róli, en bara ekki hér.
Þröstur Unnar, 20.3.2008 kl. 10:03
Mín bloggmynd er tekin 22 ágúst 2007 ca kl 20:30
Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.