o - Hausmynd

o

Hafandi ferðast á mínum Stóra-Rauð.............

HPIM1283til borgar væringa, ójöfnuðar og ótta, um Hvalfjarðargöngin og Kjalarnesið í kviðum andskotans, er ég loks komin heim heill á húfi (oj ljótt orð,,húfi).

Ætlunin var að fylla bílinn af allskonar smávarningi og húsgögnum úr verslunum Ikea, Rúmfatalagers og Tekk´s Vöruhúss, mér og dóttur til yndisauka.

Eftir mikið ráp um allar þessar verslanir var eins og eitthvað hvíslaði að mér að nú væri komið nóg í bili, þar sem umhverfið var farið að snúast í hringi fyrir augum mínum. Hef það fyrir víst að þetta sé sjúkdómur sem kallast verslunarkjarnafælni.

Kaffi og vínarbrauð í IKEA Magasín og þar með farinn.

Þegar talið var upp úr ferðakistlunum komu í ljós, eitt loftljós með fiðrildum, upphækkunarkollur fyrir dóttur við vaskinn og sex manna kaffibollasett.

Ok allir sex í kaffi........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég var dugleg í búðunum hér áður, en nenni engan veginn lengur! .. IKEA er martröð - Kringlan og Smáralind hryllingsmyndir... brrr..  (þetta er nú með því neikvæðara sem ég hef skrifað hehhe) ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flottur á því! Var þetta ekki einmitt það sem vantaði? Annað má örugglega missa sín

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

eitt ljós og bollasett ...og hvað kostaði svo bensínið alla þessa löngu leið

Marta B Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Brynja skordal

Sex í kaffi hljómar vel

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Olían Marta,,þess virði að komast á rúntinn í Rvk og sjá hvað maður hefur það gott í sveitinni.

Ert að meina sexýkaffi Brynja?

Þröstur Unnar, 7.3.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þú ert ekki að standa þig karlinn. Alls ekki.  Svona lítið MÁ ekki versla í IKEA

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Brynja skordal

já hefuru ekki prufað svoleiðis sex í kaffi eftir sex í Mat

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég þjáist líka af hrikalegum búðaleiða!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2008 kl. 19:39

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sexý í kaffi, til í það.  Vildi prinsessan ekki fjárfesta í einhverju fleiru, bleiku og sætu? sú er ekki kröfuhörð.  Kveðja á þig yndið og dýrið

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Rebbý

Aldrei tekst mér að labba út með svona lítið í IKEA ... meira að segja þegar ætlunin er bara að skila einhverju sem "óvart" var keypt í síðustu ferð

Rebbý, 9.3.2008 kl. 13:46

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já það er gott með svona stoppklossa !!! annars missir maður sjálfan sig stundum, ekki satt.

Blessi þig á sunnudagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:50

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er með algjöra búðarklasafóbíu, fer aldrei í IKEA, aldrei í Rúmfatalagerinn og hef aldrei komið í Smáralind þótt ég búi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn minn er sem betur fer mjög búðafús svo hann ræður hvað er keypt á heimilinu og hvað ekki.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband