19.2.2008 | 10:12
Enn meira af neikvæðum blogglesurum.................
sem geta ekki á sér setið og senda meil um hánótt. Fékk eitt svoleiðis í nótt en sit ekkert hugsi yfir því. Þar var ég spurður af hverju ég væri að blogga. Þetta væru svo leiðinlegar færslur hjá mér að enginn nennti að lesa þær.
*Úps, lestu þá ekki færslurnar fyrst þú veist hve leiðinlegar þær eru eða fréttirðu það bara af afspurn frá öðrum sem les þær ekki? Neee, veit að þú kommentar ekki á þessa færslu frekar en hinar.
Svar: Ég blogga fyrir mig einan, og kalla þetta opna dagbók. Mér finnst gaman að bulla, og ekki bulla hér. Þetta skilur eftir sig ákveðna, slóð sem ég glugga stöku sinnum í. Er ekki undir pressu við að ná mér í vinsældir innan cyper-tómsins, þá mundi ég kannski skrifa um rassa, pjöllur eða kynóðar konur.
Svo sakna ég færslanna hennar Jennýar Önnu um litlu ömmudúlluna hennar.
Takk fyrir mig..................
Athugasemdir
Ég er ekki hissa á því að þú sért ekki að hugsa um þennan e-mail, átt svo sannarlega ekki að hugsa um hann. (e-mailinn) Maður spyr sig hvað er svona hánóttar-e-maila-sendarar að hugsa ??
Styð þig í bloggheimunum, kem oft við á síðunni þinn og þá yfirleitt sporlaust : )
Bestu kveðjur úr Kópavogskjördæmi eystra
Kjartan Pálmarsson, 19.2.2008 kl. 10:51
Svoleiðis leiðindapúkar eru að segja meira um sjálfa sig en þá sem þeir reyna að hrella.
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 10:54
hvað er eiginlega að fólki að senda emaila um þeirra persónulega vandamál, því að sjálfsögðu er það ekki þitt vandamál að þessi persóna er ekki hrifin af blogginu þínu.
Ljós og Blessi þig og áfram með smjörð, og hafðu fallegan dag í dag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 10:56
Æ sumir eru bara fæddir fúlir á móti ! .. Leyfum þeim að vera í sinni fýlu!.. og höldum gleði okkar .. dónaskapur fer að vísu alltaf í taugarnar á mér, og auðvitað eru svona athugasemdir bara helber dónaskapur!
Sakna Jennýjar Önnu líka.. svolítið tóm sem myndast hér í bloggheimum án hennar!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.2.2008 kl. 11:51
Haha, manneskja sem sendir svona e-mail er nú bara eitthvað gling glong í kollinum. Auðvitað á hann/hún ekki að vera að lesa bloggið þitt ef honum/henni finnst það svona leiðinlegt. Svo ertu nú bara hinn fínasti bloggari - og hann/hún hefur nú ekki rekist á þær örugglega milljón bloggsíður sem er sagt ,, hæ ég gerði þetta í dag bless"
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:25
Hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur. Svona tuð truflar mig ekki, hef bara gaman af því.
Þröstur Unnar, 19.2.2008 kl. 17:06
Nú er kominn valkostur fyrir þá sem vilja vera lausir við auglýsingar á bloggsíðum sínum. Sjá hér
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:25
Vá, hvað svona er eitthvað fúlt. Það koma ótal samsæriskenningar upp í kollinn, þú hreyfir kannski við einhverjum og sá hinn sami reynir að hvekkja þig. Ég harðbanna þér hér með að hætta að blogga. Það væri mun fátæklegra í bloggheimum án þín, Þröstur minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2008 kl. 18:10
Dúa er krútt. Sumt fólk er ruglað.
Kolgrima, 19.2.2008 kl. 18:32
Þröstur minn, þú átt nú svo mikið af góðum vinkonum, að þetta hefur örugglega verið afbrýði samur karlmaður sem getur ekki unnt þér vinsældirnar. Na, na, na bú bú bú. Bara ulla á svona nætur emila. x 100
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 23:09
Skil ekki svona. Ég fæ stundum póst en alltof sjaldan. Þeir hafa allir verið góðir og skemmtilegir.
Halla Rut , 20.2.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.