o - Hausmynd

o

Nakin kona (næstum því) - Önnur sem heimsótti forsetann þegar hann lá fárveikur í flensu.............

já, ég er að nýta mér frægð annarra með þessari fyrirsögn. Sko, þetta er ekki getraun. Þið sem fylgst hafið með vitið hvað ég á við, þið hin verðið bara að lifa með því að vita ekkert í ykkar haus. En ég held að ég hafi fengið of stóran skammt heimsóknum kvenna og ofmetnast af kommentum við síðustu færslu. En er samt þess fullviss að ég næ góðum bata fljótt og allt fellur í ljúfa löð (oj ljótt orð) fyrr en varir. Og fyrr en varir (hvað kemur á undan vörum?) verð ég aftur farin að blogga um barnið mitt, volæði, kvenmannsleysi, vinnuofálag, yfirtöku Bjarna Ármanns á Akraneskaupstað, feminista, tunglið og hrafnana sem ég tala við á hverjum degi, Gurrí þegar hún flengist í Einarsbúð, tölvuskjáinn minn sem þrútnar stundum út þegar ég les Jenný Önnu, turn-offið hennar Ellý Ármanns, hjartakremjandi færslur Jónu, Dúu dásamlegu, Davíð Oddson, ne nú gekk ég of langt.

Æi hafði ekkert að segja frekar en í gær, þannig að ég lét köttinn hlaupa yfir lyklaborðið og þá komu þessir stafir bara.

Á Vatnajökli

 

 

 

Mig langar þarna uppeftir.

 

Farinn að taka pilluna mína..............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið djö. er kötturinn þinn klár, þegar mín röltir yfir kemur bara  .þpmi ncysze OG SVO TIL BAKA QXWCEGDYFNTKYÆIP

Ð svona er hún nú klaufsk.  Þú er aftur á móti flottur.  Mig langar líka uppeftir, kannski ekki sama uppeftir og þér en bara eitthvað uppeftir eða norður kannski.  :):) Mountain 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey af hverju tútnar tölvan út.  Ertu að segja að ég sé feit?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei Jenný mín þú ert ekki feit. Þetta er bara skjárinn sem bólgnar stundum út, veit ekki, eins og eitthvað efnahvarf þurfi að brjótast út úr honum, svo blánar hann í faraman. Þá set ég upp flugeldagleraugun mín, bara svona til öryggis.

Dúa varstu hjá tannsa?

Þröstur Unnar, 10.1.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hæfileikaríkur köttur þarna á ferð. Er hægt að klóna hann?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 07:25

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kötturinn þinn er snilldarskrifari. Ertu kannski að segja að ég sé feit? Að ég borði allt of mikið af Einarsbúðarmat?

Hehheheh 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.1.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er með ykkur þarna kjellíngar og fitu?

Einarsbúðarmatur er ekki fitandi.

Þröstur Unnar, 12.1.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Þröstur Unnar

móðir góð, bendi á Mörtusmörtu og blondínuna hennar.

Þröstur Unnar, 13.1.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband