3.12.2007 | 23:51
Þegar ég vann í frystiklefa HB & co á Akranesi.........
fyrir 100 árum (held ég) þá sagði verkstjórinn mér að borða kalt skyr í morgunmat og þá yrði mér sko ekki kalt í klefanum. Tók kallinn á orðinu og hef fylgt þeirri reglu síðan. Samt var mér skítkalt í allan dag, en það hlýtur að vera út af einhverju öðru.
Miðnætursnarlið er oftar en ekki KEA skyr með rjóma, miklum sykri og helst bláberjum.
Það var ekki í boði í kvöld.
Það held ég nú, lömbin mín stór og smá.........
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.