25.11.2007 | 10:16
Alvarleg rólegheit gera vart við sig.....
sem gæti verið fyrirboði hátíðatstorms. Eða kannski jöfnunaraðgerð hugans til að lifa af tímabilið.
Eins er það með veðrið, nú er logn og blíða á Skaganum.
Fékk mér nýja vinkonu á föstudaginn:
2,66 megariðin sjá alfarið um að allt gangi hnökralaust fyrir sig og engar tafir verði á framkvæmdum.
2ja gígabæta minnið sér um að allt verði geymt en ekki gleymt.
500 gígabæta diskurinn sér alfarið um vistun á öllu, nema mér sjálfum, til frambúðar.
Svo er bara að vera duglegur að afrita þessa elsku nógu oft, svo ekkert tapist ef svo skildi fara að hún gæfist upp, eins og fyrirrennarar hennar.
Jamm esskurnar.......
Athugasemdir
Lítur hún svona út?
Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 13:36
Takk Lísa mín.
I wish, Marta.
Þröstur Unnar, 25.11.2007 kl. 13:49
Virðist nú ekki vera til stórræðana ... en nokkuð fönguleg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.11.2007 kl. 15:44
Skil ekki Gurrí. Meinarðu af því að hún er ljóskahahahahah.?
Þröstur Unnar, 25.11.2007 kl. 19:22
a
Þröstur Unnar, 25.11.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.