o - Hausmynd

o

Lestri úr nýjum bókum frestað af óviðráðanlegum orsökum, í óákveðin tíma..............

HPIM2962Til stóð að lesa fyrir öll loðkvikindin á heimilinu. Þeim hafði verið raðað upp á tölvuborð pabbans. Honum var vinsamlega bent á að yfirgefa herbergið, eftir töku þessarar myndar. Pabbinn varð við þeirri ósk og settist inn í stofu, lækkaði í sjónvarpinu og punktaði niður nokkrar af þeim fjölmörgu ábendingum til áheyrenda, sem bárust frá herberginu. 

Bangsi, komdu ég ætla að lesa fyrir ykkur.

Vertu hérna.

Sigga sittu kjurrr, skammastu þín!

Skilurrru það ekki?

Hættu þessu kisa, þú ert ekki mús.

Halló Kittý, horfðu á mig þegar ég tala við þig.

Ég er fjólublá í framan ég er svo reið. (tilvitnun í Stafakallabókina, þar sem F er fjólublár í framan af erfiði við að blása á fánann)

Ég er mamma ykkar.

*Dæs....

Ekkert varð hinsvegar úr lestrinum þar sem kvikindin höguðu sér ekki samkvæmt reglum sem fyrirlesarinn hafði sett.

Það held ég nú.........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha mig langar mest að vita söguna á bak við kisuna sem lætur eins og mús.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Úr hugarheimi barns, Jóna. Hef ekki glóru.

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt barn sem þú átt,  er hún MJÖÖÖÖG lík þér ???

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Ásdís.

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Spurning að kaupa hljóðsnældu fyrir bangsana, fyrst þeir geta ekki hagað sér betur ?     Dóttirin er algjör gullmoli.

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 18:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttmoli, eðal dúlla

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband