o - Hausmynd

o

Þar sem þjóðverjarnir týndust í sumar...................

HPIM1224Strákurinn minn bjó þar í tjaldi í nokkrar vikur í sumar, og leiddi ferðafólk upp á Hnjúkinn, yfir sprunginn og varasaman jökulinn, en af kunnáttu. Samt var ég oft kvíðinn, það getur nefnilega allt gerst þarna ef ekki er farið eftir ströngustu reglum. Hann sagði mér t.d frá tveim Bretum sem vildu ólmir fara upp, en hann neitaði þeim því veðrið var ekki ákjósanlegt, og útskýrði fyrir þeim hættuna á að fara bara tveir saman ókunnir mennirnir. Þeir hreyttu í hann ónotum, og sögðust bara fara samt. Sem betur fer sá hann til þeirra nokkru seinna, þar sem þeir höfðu guggnað á ferðinni.

Myndin er tekin í Skaftafelli 2004

 

Bara hux í rigningunni á Skaganum.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já,menn stangast oft á við náttúruna og telja sig geta allt. Því miður leiðir það oft til slæmra hluta.  Vonandi finnast lík þjóðverjanna svo fjölskyldan geti lokað málinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hafa verið teknar saman tölur um það hverjir látast á íslensku hálendi? Ég segi fólki hér að um 50% allra þeirra sem deyja á íslenska hálendinu séu útlendingar en ég hef í raun ekkert fyrir mér í því. Mér finnst bara algengara að heyra fréttir um að útlendingar farist en Íslendingar. Það er eins og Íslendingarnir passi sig betur og láti ekki hálendið blekkja sig. En hvað veit ég svo sem.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég veit ekki um tölur Kristín, en finnst útlendingar vera í meirihluta, allavega varðandi slys og að fólk týnist. Útlendingar eru oft vanbúnir, hafa ekki leiðsögn eða fara ekki eftir fyrirmælum og vanmeta Íslenskt hálendi sérstaklega jöklana. Þá eru bílveltur algengar á malarvegum á sumrin hjá útlendingunum sem virðast ekki átta sig á hvernig á að aka malarveg.

Þröstur Unnar, 6.10.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband