o - Hausmynd

o

Ísbíllinn er hættur að koma - HB Grandi hættir við að koma - Skagafréttir.............

ÍsbíllinnVissuð þið það að Ísbíllin ekur löturhægt um götur bæjarins á sumrin, og hringir bjöllum. Fólk hleypur út á götu og stoppar hann, kaupir ís. Nú er hann hættur að koma, það er kominn vetur.

Akurnesingum fjölgar mikið þessi misserin. Hús og blokkir spretta upp. Útlendingar vinna verkamanna störfin og Villi verkalýðsleiðtogi þeytist á milli staða í leit að ólöglegum erlendum vinnumönnum. Held meira að segja að hann hafi fundið nokkra.

HB-Granda menn voru að djóka í Skagamönnum þegar þeir sögðust ætla að flytja á Skagann, en Gísli bæjó er sko ekkert búinn að jafna sig á því, hann ætlar að halda fund með Villa Verkó og Faxaflóahöfnum um stóra HB- Granda málið. Stend alltaf með Gísla, hann spilar svo helvíti flott á Harmonikku í partýum, brúðkaupum og afmælum. Svo bara röltir hann um göturnar og droppar inn í smá spjall, þar sem honum dettur í hug og þiggur kaffi.

Fyrirrennari hans heitir líka Gísli, en hann spilar á gítar. Við eigum sko skemmtilegustu bæjarstjórana, Gurrí mín, vissirðu það?

Svo eigum við líka frægustu fótboltahetjurnar, þjálfarana, blaðamenn (Gurrí), Ellý listakonu, bestu matvörubúðina, besta Skrúðgarðinn, reyklaust veitingahús (engin sérsveit fyrir utan), og síðan en ekki síst er Himnaríki staðsett á Akranesi. Hvað vill fólk meira?

Hér eru orð sem Púkinn skildi ekki: HB, djóka, Verkó, bæjó, Gurrí. Vona að þið skiljið þau orð samt sem áður.

@Skagafréttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur nú bara labbað með prinsessuna út í búð og keypt ís.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Akranes? What is? Ég kem af fjöllum.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú átt ekki að vera að þvælast á fjöllum, svona seint á kvöldin, Jenný.

Þröstur Unnar, 20.9.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

I come from the mountains....

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 22:58

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur takk fyrir ótrúlega fallega kveðju í kommentakerfinu hjá mér. Þú ert krúsla

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er hálfmóðguð út í púkann fyrir að vita ekki hvað gurrí þýðir. Hehehehhehe! Tek undir hvert orð hjá þér, kæri nágranni, bestu bæjarstjórarnir og svona!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband