20.9.2007 | 19:26
Hvern andskotan kemur þetta Fáskrúðsfirðingum við - Átti að selja allt dópið á strætum þorpsins þarna fyrir austn mána og vestan sól...........
"Skúta drekkhlaðin fíkniefnum kemur að landi í litlu sjávarplássi á Íslandi" Þetta eru orð Sjónvarpsins í fréttum í kvöld." Kommon, 10 feta skúta "drekkhlaðin" með einn hveitipoka af dópi.
Eftir að Sjónvarpið hafði sagt frá því að smyglarar hefðu verið handteknir á Fáskrúðsfirði með sirka einn hveitipoka af dópi, ætluðu fréttamenn alveg að fríka út af spenningi og réðust að bæjarbúum með spurninguna "hvernig var þér við?.
Einn bæjarbúa svaraði: "Mér varð ekkert við, sá einhverjar löggur og fór bara í vinnu"
Aðrir svöruðu í svipuðum dúr.
Spurning fréttakonu:" Er þetta allt búið núna, geta Fáskrúðsfirðingar nú um frjálst höfuð strokið?
Vissulega frábært framtak hjá löggunni.
En mér finnst nú að fréttafólkið þurfi ekki að míga í sig fyrir það. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Police, keep on catching them...................
Athugasemdir
FRÉTTAMENN voru sko með pungsting af spenningi, nema konurnar þær voru bara...... æ þegiðu Ásdís, allavega missti liðið sig doldið.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:52
Vanir menn á Patró það kom víst skúta þangað í hitteðfyrra og fór í fyrra...
Kolgrima, 20.9.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.