Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
1.9.2007 | 22:07
Það getur verið erfitt að vera orðin risa stór. Maður ræður bara alls ekki alltaf við það
Hún: Ég er risa stór, ég má ekki vera með bleyju.
Pabbinn:Þá verðurðu að pissa í klósettið.
Hún á innsoginu: já
Farin að kenna "Siggu" (óþekka dúkkan) hvernig "Kittý" (þæga dúkkan) pissaði í klósettið.
Hún kallaði á pabba sinn, sem silaðist inn á klósett til að líta á duglegu dótturina sem pissaði "alltaf" í klósettið.
Hún stóð í miðjum pollinum: Pabbi ég alveg pissa.
Pabbinn: Þú ætlaðir að pissa í klósettið?
Hún:Ekki horrrrfa á mig!
25.8.2007 | 22:25
Pabbar geta líka fengið krúttkast
Pabbinn eftir smá læti í henni og ekkihlíða hátterni: Ertu að ögra mér?
Svar eftir nokkra sekúntna þögn: Ég örrurra þér.
Pabbinn: Allir krakkar eiga að fara að sofa þegar nóttin kemur.
Svar: Já allir krakkar og pabbar og mömmur, en ekki Eydíssarrr.
Á eintali við sjálfa sig á koddanum, fæturnar uppi á vegg og með hálflokuð augun:
Pabbi viltu slökka á nóttinni?
Pabbar eiga að hjálpa.
Nóttin errr ekki komin.
Ég er risa stór.
*Dæs.*
Sofn.
Jess sör........
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.8.2007 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)