Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
11.7.2009 | 16:40
Af gallabuxum og tuskubúðum.................
Þó að ég sé nú fluttur af Skaganum þá á ég ennþá lífsafkomu mína, bæði veraldlega og af hinum tilfinningalega heimi, undir þessum rokgjarna tanga.
Svo að efninu:
Maður kaupir sér nú ekki gallabuxur á hverjum degi. Ég hafði safnað kjarki í nokkra mánuði fyrir því að heimsækja eina af helstu tískuvöruverslunum Akurnesinga og á föstudaginn lét ég til skarar skríða, aðallega vegna þess að það var farið að sjást full mikið af beru holdi í gegn um þessar sem ég keypti 2007.
Verðið var 22.978 ISK.
Hárið á mér gránaði aðeins meira, ég þakkaði fyrir og gekk út buxnalaus.
Eins og alþjóð veit þá bý ég í hinum friðsama bæ Kópavogi og stutt að fara í Hringlu allra landsmanna, þar sem úir og grúir af 2007 búðum sem selja allt frá bláum Ópölum upp í splunkunýja Massey Ferguson með drifi á öllum, hef ég heyrt.
En sum sé, ég renndi þangað áðan og hrasaði og datt inn í ónefnda Blendingsbúð þar sem ég fékk tvær gallabuxur og tvo stuttermaboli fyrir sama pening og einar buxur áttu að kosta á Akranesi, takk fyrir.
Það var nú ekki annað sem ég vildi koma að í umræðunni.
Myndin sem fylgir fréttinni tók undirritaður á bökkum Laxár í Leirársveit og tengist hún fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Þakka áheyrnina ..................................
24.12.2008 | 09:19
Elsku hjartans dúllu krúslurnar mínar um víða veröld.....................
gleðileg jól gott og hamingjuríkt komandi ár með þökkum fyrir það liðna.
Þröstur, Vinna og barn.
Ég hef týnt þræðinum hérna undanfarið vegna anna. Fólk þarf sko að láta þvo og hreinsa fötin sín núna sem aldrei fyrr. Í þessu árferði kaupi maður ekki ný föt eftir hverja veislu, eins og áður fyrr í den þegar allt flaut í krónum. O nei, nú skal hreinsa gömlu spjarirnar og nota aftur og aftur, eins og vera ber.
Mér hundleiðast öll uppgjör og ætla ekki að gera upp síðasta ár (sendi þó líklega ársreikning í fyllingu tímans svo ég verði ekki bösstaður) en ef ég kíki til baka á síðasta bloggár þá hefur það verið ansi gott og ég hef fengið helling út úr því að lesa ykkur og aðeins að kynnast því hvað brennur mest á hverjum og einum. Hvernig hann/hún kemur því frá sér á blogg, set mig í spor fólks og ímynda mér hvernig ég mundi taka á þeim mismunandi málum sem hér er skrifað um.
Díii hvað ég er háfleygur.
En þetta er alvöru jólakveðja til ykkar, so deal vith it.
Búinn að öllu fyrir jólin, en á bara eftir að kaupa allt og mappesín.............
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.11.2008 | 21:32
Var í leit að einhverju utan sólkerfisins til að styrkja mig í trúnni.................
Ég er við það að brenna yfir þegar fréttaþulurinn vísar á íþróttamann eftir lestur fréttanna. "Yfir til þín Hansi"
Hugsið ykkur að fullorðinn maður skuli gælunefndur Hansi, er ekki nógu slæmt að heita Hans?
Eða þá að vera konan Hans.
Getið þið ímyndað ykkur að maður sem heitir Þorvaldur geti verið fyndinn?
Hef líka heyrt að nafnið Geir-laug, án bandstriks, sé til einhverstaðar.
Það á að varða við almenn hegningarlög að nota þessi asnalegu tilfinngatákn.
En þetta var alls ekki það sem færslan átti að fjalla um, er búinn að steingleyma hvað það var.
Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt og vaknið hress og kát á morgun.............
24.6.2008 | 18:33
Finn fyrir töluverðum fráhvarfseinkennum.........
og leið frekar illa í gærkvöldi. Hringdi áðan í hárgreiðslumeistarann minn til að panta mér klippingu og lagningu, en enginn tími laus fyrr en kl 19:00 í kvöld.
Hugsaði með mér" jæja þá missi ég bara af fyrri hálfleik".
En heyrði svo óvart í útvarpi allra landsmanna að það væri engin leikur í kvöld, hann verður annað kvöld.
Þetta var eins og köld vatnsgusa í andlitið.
Hvað gerir maður þegar maður fær ekki skammtinn sinn?
Verður líf eftir EM?
Farinn í lagningu...................
21.3.2008 | 19:24
Afskaplega stuttur föstudagurinn langi..............
Hann kom og fór nánast án þess að ég tæki eftir því, sem orsakast líkalega af því að það var nóg að snúast í dag. Allt skúrað hátt og lágt á vinnustað (uss bannað) og Stóri-Rauður þveginn að utan sem innan. Ekki sjens að sleppa því í þessari páskablíðu.
Það eru mínar þjáningar í dag. Nennti ekki í píslargöngu né að láta kossfesta mig núna.
En hugurinn er á fjöllum. Komst því miður ekki í páskaferð 4x4 Vesturland, vegna smá bilunnar í bílnum sem ekki náðist að lagfæra fyrir helgina.
Meðfylgjandi mynd var tekin af toppi Snæfellsjökuls þar sem Trooperinn lenti í sprungu sem náði örugglega niður til helvítis (uss bannað) en minn náði sér upp sjálfur alveg án spotta.
Stefni á að spila Bingó í Templarahöllinni í kvöld til miðnættis.
Farinn að éta langt bjúga og sex kartöflur.
Látið ykkur ekki leiðast..........
31.12.2007 | 17:26
Þið öll, til sjávar og sveita, bæjar eða borgar, bloggvinir, upprennandi og efnilegir samferðamenn og konur........
hvurslags eiginlega rugl er þetta. Jæja þá, þið sem lesið þetta, innilegustu óskir um gleðileg áramót og hafið hjartakremjandi þökk fyrir hérumbil liðið ár.
Þetta á ekki að vera annáll ársins hjá mér en mig langar að minnast aðeins á það, að þið sem hafið séð ykkur fært að verða bloggvinir mínir og skutlað inn á mig einu og einu kommenti á þessu ári sem er eitt af erfiðari árum lífs míns, hafið ekki hugmynd um hve mikið það hefur gefið mér. (ætla ekkert að segja ykkur það núna) Kanski seinna.
And just for the fun:
Það býr myndarleg einstæð móðir við hliðina á mér. Við hittumst stundum út á stétt þegar sá gállinn er á okkur að þurfa að reykja samtímis. Áðan er við vorum úti að soga í okkur yndislegt kolefnisjafnað andrúmsloftið spurði hún mig upp úr eins manns hljóði:
"Skýtur þú mikið?"
Ég roðnaði í norðan nepjunni, því ég get svarið að mér heyrðist hún spyrja með einföldu.
Alveg satt...............
Get ekki lofað að þetta verði síðasta færsla ársins, en ekki taka mark á því ef ég blogga um malt og appelsín seint í kvöld.
27.12.2007 | 23:10
Hlunkaðist niður við tölvuna með galtómann hausinn eftir hryllilega jólahátíð..............
en ekki fara í kremju alveg strax. Þetta var sosum ekki sem verst, þar sem þó nokkuð var hægt að þvo af nærbuxum og þvílíku, ryksuga og skúra heimilið, fyrirtækið og nærliggjandi götur, herða út í hjólalegur á Rauð, svo eitthvað sé nefnt.
Á Aðfangadagskvöld útbjó ég mér lystauka. Grjónagraut og ristað brauð með rækjusallati, drakk malt og appelsín eins og sönnu jólabarni ber að gera og spilaði brjálaðan bardagaleik í tölvunni minni.
Jóladag henti ég Hamborgarahrygg í ofninn áður en ég fór út, og svo þegar heim var komið þá var hann horfinn, bara eitthvað duft í botninum, hef aldrei séð þetta áður. Þetta hlýtur að vera gölluð framleiðsla.
Fór ekki í vina athvarfið, hvar sem það nú er til húsa í þessari fögru veröld.
En nú er hausinn tómur, en samt gæti mjatlast eitthvað inn á hann á næstu dögum, það er að segja ef ekki verður sprengt út úr honum aftur á Gamlárskvöld.
Ekkert væl eða skæl, og skítt með alla trollara á bloggi voru.
Haaaaaaalelúja..........
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2007 | 08:59
Elsku hjartans krúsídúllurnar mínar í blogg-heimum og annarstaðar um víða veröld.............
12.12.2007 | 23:31
Feministastelpur og strákur (er hann annars ekki bara einn á landinu, þú veist þessi rauðhærði?)......
hvenær á að jafnréttisjafna jólasveininn. Mundi alveg vilja sjá jólamey setja nýjan tannbursta í skóinn minn, sem hefur verið hálf tómur undanfarin ár, og kyssa mig undurblítt á MUNNINN.
Finnst eins og sveinum líki ekki að kíkja inn til mín á nóttunni.
Sammála sveinar og meyjar?
Auddað mar......
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 23:24
Grýla - Dýrabókin - Pabbi passar skottið sitt.......
ég er ekki skott pabbi.Ég heiti Eydís Lára Þrrrrastarrdóttir!
Hún allt í einu á sprettinum út úr herberginu, þar sem hún hafði verið í rólegheitum að skoða dýrabókina: "Guðný frænka las Grýlubókina, Grýla er ljót og vond."
Hún á innsoginu: Ekkert.
Pabbinn: Viltu kúra hjá mér?
Hún: Já........ *dæs
Niðurstaða: Varlega skal tala um það sem maður þekkir ekki, og býr í fjöllunum.
Jamm og jæja..........