o - Hausmynd

o

Hlunkaðist niður við tölvuna með galtómann hausinn eftir hryllilega jólahátíð..............

Jammen ekki fara í kremju alveg strax.  Þetta var sosum ekki sem verst, þar sem þó nokkuð var hægt að þvo af nærbuxum og þvílíku, ryksuga og skúra heimilið, fyrirtækið og nærliggjandi götur, herða út í hjólalegur á Rauð, svo eitthvað sé nefnt. 

Á Aðfangadagskvöld útbjó ég mér lystauka. Grjónagraut og ristað brauð með rækjusallati, drakk malt og appelsín eins og sönnu jólabarni ber að gera og spilaði brjálaðan bardagaleik í tölvunni minni.

Jóladag henti ég Hamborgarahrygg í ofninn áður en ég fór út, og svo þegar heim var komið þá var hann horfinn, bara eitthvað duft í botninum, hef aldrei séð þetta áður. Þetta hlýtur að vera gölluð framleiðsla.

Fór ekki í vina athvarfið, hvar sem það nú er til húsa í þessari fögru veröld.

En nú er hausinn tómur, en samt gæti mjatlast eitthvað inn á hann á næstu dögum, það er að segja ef ekki verður sprengt út úr honum aftur á Gamlárskvöld.

Ekkert væl eða skæl, og skítt með alla trollara á bloggi voru.

Haaaaaaalelúja..........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ dúllan mín, maturinn ónýtur, ekki gaman.  Er ekki pulsuvagn þarna á skaganum?? annars er ég leið á sparimat, langar í fisk og síld.  Kveðja til þín. 

                       Sexy Sendi þér þessa skvísu, vona að hún sé skemmtileg

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 01:30

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hmmm duft segirðu. hahaha. Þú varst kannski bara heppinn Þröstur minn að það var ekki fleira orðið að dufti. Eins og t.d. húsið þitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.12.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband