Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2008 | 09:04
"Íslenska ríkisstjórnin tilkynnti mér í gær, hvort sem þið trúið því eða ekki, að hún ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar hér,"
Segir Gordon Brown forsætisráðherra Bretland.
Hann hótar aðgerðum.
Á maður að vera smeykur við sprengjuvélar eða kafbáta?
Hvernig ætlar hann að innheimta skuld við gjaldþrota þjóð?
Skríðum í holur og verjumst góðir Íslendingar.
Annars skil ég ekki þetta með íþróttafélögin, sem eru að sameinast, reka mann og annan, og allt á hausnum þar á bæ. Var einhver að gammbla þar með peninga þegar allt var í góðu gengi í spreðinu?
Brown hótar aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 08:51
Það var fyrir jólin 2006...................
sem Landsbankinn setti okkur stólinn fyrir dyrnar og að okkar mati fyrir smámuni.
Það voru erfið jól.
Það var engin vafi á því að tveggja ára fjölkyldumeðlimur skynjaði að eitthvað var að.
Stór fjölskylda sundraðist þegar nýtt ár gekk í garð.
Þetta er að rifjast upp núna þegar sá sami banki hefur verið tekinn úr umferð af stjórnvöldum, með velferð fólks í fyrirrúmi.
Over and out.....................
FME stýrir Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 19:30
Hver slær menn þegar þeir standa þétt saman - Yndislegir frasar dagsins.
Menn standa þétt saman (dónaskapur vond lykt)
Konur standa þétt saman. Neibb kom hvergi fram í umræðunni (hux, betri lykt)
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða. Er ég ekki þjóð? (hafði nú aldrei hugsað mér að greiða þær skuldir)
Lágmörkun skaða.
Inngrip.
Innistæður tryggðar.
Get ekki svarað.
Það get ég ekki gefið upp.
Víðtækar heimildir.
Niðurlag: Mér fannst krúslulegt þegar Þorgerður Katrín kyssti Geir Haarde í stólnum sínum á Alþingi í dag.
Ég stend þétt saman................
Verðum við hluti af Jan Mæen á morgun?........................
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 15:55
Landsbankinn og Kaupþing gjadþrota............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 15:40
Þú ert á póstlista Ríkisskattstjóra.........................
og átt að borga skattinn þinn í dag addna fíbblið þitt.
Ok allt í lagi get það svo sem alveg, hef verið einstaklega ráðsettur síðasta tímabil og lagt fyrir mína tuttugu og fjórund sem ég innheimti fyrir Geir og c.o.
En ég er ekki viss um að allir geti skilað sínu í dag.
Hef jafnvel á tilfinningunni, að Geir og c.o verði ekki viðtakendur greiðslunnar í þetta sinn.
Við sjáum til á eftir um kaffileytið.
Jiiiiii hvað mig hlakkar til................
Nýtt skúbb kl:15:50 að staðartíma:
Bönkunum verður lokað og látnir rúlla yfir.
Forsætisráðherra flytur ávarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 09:03
Kemur ekki á óvart......................
að ekki skuli vera komin yfirlýsing frá stjórnvöldum.
Drög að aðgerðaráætlun er langt komin segir Björgvin G.
Svona yfirlýsingar hafa sagt manni í gegn um tíðina, að sá sem segir settninguna hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann á að segja.
Langar að benda á færslu sem bloggvinkona mín Steinun Helga skrifaði í morgun, færsla sem allt í lagi er að eiga á ísskápshurðinni og nota sem "björgunarpakka" ef hinir opinberu skila sér ekki.
Good morning Iceland........................
Fundi lauk á þriðja tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 10:11
Eftir allar bankaúttektirnar í gær...........
er jú alveg nauðsynlegt að skreppa í verslunarferð í hið nýja Korpuhof og ná sér í allar þær vörur sem gætu komið að notum þegar kreppan mikla skellur á og restin af bönkum landsins fellur á hliðina, eftir helgi.
Æi mig auman. Ég fór nefnilega ekki í úttektarleiðangur í Bankann í gær.
Lítill fugl kvíslaði því að mér að manni og öðrum hefði verið hent þaðan út þegar þeir reyndu að ná tali af öðrum mannskeppnum í 101 manns úttektar-biðröðinni, og hefðu jafnvel gerst svo djarfir að taka ljósmyndir inni í Bankahofinu.
Hvílík hneisa.
Drottinn minn dýri situr ennþá í Seðlabanka vorum og rótast ekki. Ætli það verði fyrr en í næstu viku einhvertíma sem hann verður borinn út og gerður að sendiherra í Vatíkaninu.
Horfi út um gluggann minn á tvær risabyggingar sem staðið hafa hálfkláraðar og yfirgefnar í nokkra mánuði.
Hafi´ði yndsilegan dag Íslendingar góðir, og þið hin jafnvel líka.
Farinn að skúra til góðs.........................
Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 10:01
Vöruskipti við útlönd eru í jafnvægi, my ass.
En það er líklega það eina sem er í jafnvægi hér á landi íss og auðna.
Allavega erum við Glitnir ekki alveg í ballans.
Glitni vantar 230 miljarða og mig nýja háfjallasokka.
Annars líður mér eins og gamalli herþyrlu, nú þegar ég tengi við frétt efitir Agnesi Bragadóttur. Mikið ósköp leggur hún mikla áherslu á að tala út í eitt um ekki neitt eins og sýndi sig í sjónvarpinu í gær, þar sem hún ætlaði nú aldeilis að hakka Sigurð Guðjónsson í sig.
En margt fer öðruvísi en áætlað er og að mínu mati kjaftaði hún rassinn úr buxunum, á meðan Sigurður beið salla rólegur nákvæmlega eftir því.
Fjögur hundruð manns þurftu á opinberri mataraðstoð að halda um þessi mánaðarmót.
Fjárþörfin 230 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 16:06
Hvað á það að þýða að vaða hérna inn á skítugum skónum..............
og skilja ekkert eftir sig. Þó maður sé nú hálfgerð motta þá þarf ekki að misnota mann upp til agna.
Afsakið að ég skuli trufla lesturinn hérna en haldið þið að ég hafi ekkert annað við tímann að gera en að sitja hérna allan daginn og fylgjast með ykkur?
Svona, drífa sig (eða var það hrönn sig) og kjósa hérna uppi og til vinstri.
Vinstri er sú hendi sem úrið þitt á að hanga á þér.
I´ll be watching, you gormarnir ykkar. Þetta varðar þjóðaröryggi og almannaheill............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 13:56
Sameining Straums og Landsbankans er ekki á dagskrá en............
við skulum sjá til. Og sameining Landsbanka og Glitnis er ekki upp á borðinu eins og staðan er í dag hrrrrffffmmmmmp, en við skulum bara líka sjá til með það þangað til eftir hluthafa fund Glitnis.
Það er ekki langt síðan að það voru bara hreinar og skýrar línur í bankamálum Íslendinga.
Útvegsbankinn fyrir sjómenn og sjálfstæðismenn.
Búnaðarbankinn fyrir bændur og framsóknarmenn.
Landsbankinn fyrir þá sem bjuggu á malbiki og villuráfandi í pólitík.
Eigum við ekki bara að hoppa til baka, þó við þurfum kannski að bíða smá eftir bankastjóranum á meðan hann sinnti vindlinum sínum og klappaði sætavísunni.
Veit ekki, en óskaplega var maður stundum lítill í hjartanu á meðan maður beið eftir honum.
Frasi vikunnar er: Þetta var röð atvika....................
Landsbanki sameinast ekki Straumi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)