o - Hausmynd

o

Að ráðast á heimilið.................

Picture 099eldsnemma morguns, vopnaður ryksugu, afþurrkunarklútum, þveglum ilmandi sápuvatni frá Æjax ehf, hlýtur að gera daginn góðan.

Alla vega vonast ég til að geta sest niður við myndvinnslu eftir átökin við Rykmaura, Ló & c.o.

 

Nenni ekki að mótmæla neinu í dag frekar en fyrri daginn, svo á ég bara einn pott sem ég þarf að nota í annað.

Kíkti aðeins stuttan rúnt á bloggið og fékk snert af ógleði við lesturinn þar á bæ.

En að sjálfsögðu ekki á mínum vinasíðum, því mínir bloggvinir eru útvaldir og eru ekki með ógeðsfærslur.

Myndin ofanvert er af me and myself á Vestfjarðarhálendinu fyrir 100 árum.

Þið eruð rúsínur.......................


Ættu konur með stór brjóst að borga meira fyrir þvottinn heldur en þær með þau nettari?

big_bra1Það getur munað einhverju þegar til lengri tíma er litið, ef verðlagt er pr. kíló.

Einnig er vert að geta þess að í sumum brjóstahöldurum er víravirki og það vegur þungt á vigtinni.

Það er að sjálfsögðu ámælisvert að vera skrifandi um svona þankagang þegar maður á að vera að brjóta saman skurðstofufatnað.

 

Þú sem meilaðir mér í morgun og kvartaðir, og þú Sverrir þarna hafið þið það.

Þið sem skiljið ekki húmorinn hér, þá get ég upplýst að ég skil hann ekki sjálfur.........


Óx mér þor svo fast að dyrum barði..........

IMG_0099-1út kom enginn. Kveikti eld kokkaði þar súpu úr klósettpappír og jólatré.

Lamdi gamlan útilegupott með sleif.

Sleifin brotnaði af hræðslu við ógnandi börnin í kring um mig.

Fékk kryddolíu í annað augað, sá með hinu rólegan ofursta stugga við barni í rauðri síðri kápu. Barnið öskraði eins og þeim er eðlilegt, ef þau fá ekki það sem þau vilja. Eldri maður fékk sandkorn í augað og öskraði eins og stunginn grís.

Hrmfp....ne *djók.

Var bara á rúllinu inni í Hvalfirði að taka myndir, þar sem er algjör friður og enginn að ögra manni nema nokkrir álfar, eftir ljósaskiptin.

Love u2 the moon an haf way back, ya all.

Kem stundum hérna við til að kanna hve margir eru að berjast fyrir málstað mínum í Borg hinna níu (nýju optional) elda..............


Laugardagur til leti, eða mótmæla?

IMG_0639Ekki spurnig, ég kýs letina.

Tók mig þó föstu kverkataki og drullaðist á vinnustað til þess að gramsa örlítið í rafmagnsdós, tengda loftpressu sem slær alltaf út með eldglæringum þegar ýtt er á ON. Veit alveg að ég má þetta ekki samkv. samningi löggiltra rafeðlisfræðinga og yfirvalda, en þið fáu hræður sem lesið þetta haldið bara kjafti yfir þessu, ok?

Eftir nokkur adrenalín stuð og fingurbruna, sá ég að ekki var við þetta ráðið. Þó maður sé langskólagenginn bakari vantar mann oft skilning á því hvernig rafmagn getur stundum látið eins og fífl.

Með úfið hár og öran hjartslátt runnum við Stóri-rauður út að Stóra-vita til þess að taka myndir af Litla-vita, sem aldrei lætur í minni pokann fyrir Ægi... og þó, aldrei að vita.

Hafið svo öll dásamlegan laugardag og komið heil heim úr mótmælum.................


Icelandic folk dance....................

jiiiiiii hvað mig hlakkar til kvöldsins.

Liggur við að ég sé kátur.


Ef þú ætlar að verða virkilega góður bloggari.........................

IMG_0352eru hér nokkur heilræði.

Lestu yfir vinsælustu bloggin á mbl. is og sogaðu í þig dramatíkina og "já sammála" kórinn.

Stattu upp og taktu lyfjaskammtinn þinn.

Bíddu pollrólegur þangað til þau fara að virka.

Breiddu yfir lyklaborðið á meðan þú borðar kornfleskið.

Leitaðu að bloggi sem er lífrænt ræktað lestu það, eða skoðaðu Ikeabæklingin.

Farðu að sofa.

Só gú tú bí gúd.......................


Það er misjafnt hvernig við bregðumst við mótlæti..............

IMG_0573og stundum fær maður að sjá þennan svip, sem meðfylgjandi mynd sýnir, þegar staðið er fast á neitun, og beiðandi verður rökþrota.

Sem er að vísu afar sjaldgæft, s.s rökþrotið.

Reglur eiga að vera fáar og skýrar, sértækar fremur en almennar og í jákvæðu formi frekar en neikvæðu. Þær ættu að segja hvað á eða má gera, frekar en hvað má ekki.

Það skal tekið fram hér að þessi svipur barnsins er arfleið föður.

Annars erum við ljúf góð hér á bæ og áttum fína helgi við leik og störf...........


Lára Hanna Einarsdóttir skrifar frábæran pistil, að vanda............

Lára Hanna Einarsdóttirá blggsíðu sína, og þessi færsla hérna er eingöngu til þess gerð að vísa í hana.

Held í alvöru að það sé kominn tími fyrir okkur landsbyggðartúttur að rúlla í bæinn á laugardögum og taka þátt í mótmælunum.

Hótelin eru tóm í Rvík, fínnt á éta víða í bænum, skoða mannlífið, kaupa eitthvað Íslenskt og mótmæla.

Ok, skipuleggjum borgarferðir í Borgina okkar allra.

Pistill Láru Hönnu.

 

Hafið svo gríðalega góðan dag.........................


Myndir - Myndir - Taka myndir og þar af leiðandi ljósmyndir............

eru komnar aftur upp á yfirborðið eftir áralangan dvala í heilaberki mínum, rykið og vefurinn sem myndaðist við geymsluna eru nánast horfin og upprifjunin greið leið. Að vísu er þetta öðruvísi núna því það þarf enga filmu í vélina, svo hellingur er framundan í nám.

Þar sem ég álít mig vera sprotafyrirtæki þá vil ég fá fyrirsætur sem koma með seðlabúnt í buddunni frá atvinnumiðlunum. Angry

IMG_0231

 Hef bara eina sem harðneitar að greiða fyrir vinnuna sína, og þar við situr.

Nú þetta er það helsta sem má upplýsa á þessari stundu.

Ok upplýsi samt að hún er svolítið upptekin af að syngja í "mírkóðfón" undir undurblíðum undirleiks föður á gamla tólfstrengja Þjóðhátíðargítarinn.

Svo sendum við þetta gargandi snilldar lag sem auðvelt var fyrir 4 ára stúlku að læra.

 

 


Það heyrast miklir skruðningar úr þvottahúsinu..............

HúsmammaNý sestur niður og leikurinn að byrja. Skruðningarnir halda áfram og á stofugólfinu fara að birtast hin ýmsu verkfæri.

Ryksuga, fötur, kústar, tuskur og klútar horfa á mig stingandi augum.

Börnunum hent út í garð.

Sængur, koddar, mottur og margt lauslegt þeytist út á svalir.

 

Allar hurðir og gluggar eru upp á gátt.

Mér er kalt, verða að taka þátt.

Allt í einu er allt búið og ég sest niður til þess að horfa á síðustu mínúturnar í leiknum.

Maur læðist undan gólflistanum í stofunni og horfir gremjulega á mig.

"Þú veist það fíbblið þitt að það er laugardagur" hugsa ég á móti.

Gleymum ekki smáfuglunum...................


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband