o - Hausmynd

o

Niðurhripingur ferðapunkta................

HPIM3097fyrir ykkur dúllurnar mínar á landi íss og auðnar.

Lenti í frumskógum Spánar seint í gærkvöldi og þrusaðist í gegn um flugstöðina Spænsku, í fararbroddi villuráfandi Íslendinga, og þóttist nú nokkuð góður. Eftir þokkalegar farangursheimtur strunsaði minn út á rútuplan í lognmollu og hitasvækju frumskógarins með ecco af spænsku, ensku, íslensku, þýsku, og ecuadorsku í eyrunum. En þá byrjaði vandamálið. Engin rúta merkt með íslenskum stöfum. Íslendingarnir, sem ég var farinn að kvíða svo mikið fyrir að yrðu mér til skammar á hótelinu með drykkjulátum og ótímabundnu kynlífi, hurfu út í niðdimma Spánarnóttina, án þess að kveðja hvorki kóng né prest. Náði að HPIM3098spyrja krakkahóp hvert þau væru að fara:" Veiteggi, í eitthvað einbýlishús, villtu koma með"? "Ok, nei takk fyrir það." Mútaði rútukalli með glænýjum Evruseðli, að skutla mér til Benedorm. Þegar þangað kom svínaði hann fyrir taxa, snarbremsaði, hoppaði út og skipaði honum að skutla mér á hótelið mitt, sem er í c.a 10 km. farlægð frá sukkstaðnum. Taxidriverinn skallaði gangstéttina og bauð mig velkominn í sinn eðal vagn, sem var af gerðinni Opel Astra, dísel knúinn árgerð 1974, held ég. Hann skilaði mér á réttan punkt samkv. GPS um miðnættið, og mikið rosalega var gott að henda sér eftir erfiðan dag.

Þetta hótel sem ég er á, er algjör snilld.

Kíki kannski í sukkið á Benedorm í kvöld, nee segi sona.

Þetta er skrifað með annarri, og nautasteik etin með hinni........... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Noh, bara lentur í ævintýrum á fyrstu klukkutímunum! En ekki ertu einn þótt Gurrí sé ekki með þér...?! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara stuð á kallinum.??  eru ekki sætar kellur þarna til að dansa við??  góða skemmtun og komdu nú sólbrúnn heim. Beach Party 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gott að það er stuð á þér, njóttu í botn og stattu þig, drengur! Enginn maður með mönnum nema að skandalisera smá

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

njóttu lífsins kæri þröstur , það varir ekki að eilífu, en það kemur bara annað á eftir þessu

Blessi þig inn í fagurt kvöldið, með fugl á grein.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Við sem heima sitjum, (sæll og brúnn) eftir ferð í hina áttina yfir hafið og ný kominn heim vonum að þú skandalisérir nú hressilega (meira en Gurrí í strætó) heimtum að sjálfsögðu myndir af herlegheitunum (ég af kvenpeningnum) hirnir listrænu geta svo fengið myndir af söfnum og því sem skiftir minna máli. Það er linkur á síðunni minni af mínu Florida skuttli frá því um daginn á blogginu mínu minn kæri......hafðu það svo gott gamli og ekki gleyma að sletta ærlega úr klaufunum fyrst þú ert kominn alla þessa leið heill á húfi.

kv Sverrir Einarss

Sverrir Einarsson, 10.6.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk esskurnar.

Gaman að frétta af þér Sverrir minn. Mikið rosalega er stelpan þín orðin stór og myndarleg. Erum við orðnir svona fjandi aldraðir?

Þröstur Unnar, 11.6.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þarna ertu, karlinn. Búin að leita að þér út um allan bæ. Sagðir þú ekki að við ættum að fara þann 12. júní? ehehhehe, djók! Aðeins að skandalisera á blogginu þínu.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband