o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lára Hanna Einarsdóttir skrifar frábæran pistil, að vanda............

Lára Hanna Einarsdóttirá blggsíðu sína, og þessi færsla hérna er eingöngu til þess gerð að vísa í hana.

Held í alvöru að það sé kominn tími fyrir okkur landsbyggðartúttur að rúlla í bæinn á laugardögum og taka þátt í mótmælunum.

Hótelin eru tóm í Rvík, fínnt á éta víða í bænum, skoða mannlífið, kaupa eitthvað Íslenskt og mótmæla.

Ok, skipuleggjum borgarferðir í Borgina okkar allra.

Pistill Láru Hönnu.

 

Hafið svo gríðalega góðan dag.........................


UNIFEM á Íslandi þakkar þér kærlega fyrir að segja NEI við ofbeldi gegn konum!

unifemNú hafa tæplega 8000 manns skrifað undir áskorunina til ríkisstjórna heims um að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að útrýma þessu alvarlega mannréttindabroti.
Átakinu lýkur nú á fimmtudaginn, 13. nóvember, og viljum við auka fjölda undirskrifta enn frekar fyrir þann tíma. Því skorum við á hvert og eitt ykkar að finna einn í viðbót til að skrifa undir átakið. Ef allir bæta við einum stuðningsaðila tvöfaldast fjöldi undirskrifta! Eina sem þú þarft að gera er að velja einhvern vin, fjölskyldumeðlim vinnu- eða skólafélaga og senda honum bréfið hér að neðan!
Bestu þakkir fyrir þátttökuna og stuðninginn,
UNIFEM á Íslandi
--------
Kæri/a ......
UNIFEM á Íslandi skoraði á mig að finna einn í viðbót til að skrifa undir átakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum sem er að finna á síðunni: http://unifem.dacoda.com/ Ég hvet þig til að kíkja á síðuna og skrifa undir og bætast þar með hóp þeirra þúsunda sem styðja átakið. Hér eru nánari upplýsingar um átakið:
Af hverju ætti ég að skrifa undir?
Til að hvetja ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Hvað geta ríkisstjórnir heims gert?
Það hefur sýnt sig að pólitískur vilji til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga og eftirfylgni ásamt réttlátara dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna.
Hvaða áhrif hefur það að skrifa undir?
Það hefur fiðrildaáhrif: Því fleiri undirskriftir - því sterkari skilaboð. Sterk samstaða um að ofbeldi gegn konum skuli ekki líðast skilar aukinni vitund um mikilvægi þess að sinna þessum málaflokki og hvaða lausnir standa til boða. Markmiðið er að gripið sé til aðgerða.
Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.
Hvað ætlið þið að gera við undirskriftirnar?
Í byrjun nóvember verður öllum íslensku undirskriftunum safnað saman og sendar í heild í alþjóðlega átakið. Markmiðið er að senda út það margar undirskriftir að eftir verði tekið. Markmiðið er að hafa fiðrildaáhrif!
Bestu kveðjur,
.........................
Þennan póst fékk ég áðan og langar að biðja þig sem ekki hefur skráð þig enn þá að láta vaða.
Linkurinn gegn ofbeldi er hér til hliðar á síðunni minni.
Að svo búnu þakka ég þeim sem hlýddu..........mér. Góðar stundir.

Kompás - Réttarböll - Ofbeldi gegn konum og fiðrildaáhrif.

gerast-felagiMér er skapi næst að vera algjörlega mótfallin ofbeldi eftir Kompásþáttinn í gærkvöldi. Gasp

Nema á réttarböllum, þar sem fjallþunginn ræður ríkjum. Eða var það fallþunginn? Allavega hef ég hitt fjallkonu á réttarballi. Þær eru sko ekki bara á röltinu á sautjánda júní.

Vinkona mín sendi mér í pósti á pnr: 300 2.h til hægri, link á Unifem á Íslandi þar sem hægt er að skrá sig gegn ofbeldi á konum, og er mér það sönn ánægja að setja þann tengil hérna til vinstri á síðuna.

Koma svo og vera með..................


Þó við höfum ekki þekkst nema í tvær vikur...........

Femmiákvað ég að taka hana með í rúmið í gærkvöldi. Hún ofan á og ég undir. Það fór vel á með okkur í fyrstu, en eftir c.a hálftíma fór ég að finna til verulegrar þreytu í handleggjunum. Hún var svo þung að ómögulegt var að nota þessa stellingu.

Gat ekki staðist freistinguna á að kíkja í kaflann um femínisma sem er næst síðasti kaflinn í bókinni. Þar var ótrúlega lítið, aðeins fimm stuttar málsgreinar.

Það litla sem fjallað var um málið var í aðalatriðum það, að femínismi er pólitísk hugmyndafræði. Allir eiga að vera jafnir og góðir við hvorn annan. Gasp

En merkilegt nokk, þessi hugmyndafræði á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1642, og þá má kannski spyrja, af hverju erum við ekki komin lengra í þessu dæmi en raunin er?

Hef fullan hug á að kynna mér þessi fræði nánar.

Ég skellti félagsfræðinni á vigtina að gamni mínu í morgun, hún vó eitt þúsund grömm.

Fer einn í bælið í kvöld.........................


Haustið að skríða í hlaðið..........

HPIM3195en oft er gott og fallegt veður í september. Að vera inni í Þórsmörk þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta, er bara tær snilld.

Flóttafólkið frá Al Walleed flóttamannabúðunum í Írak kemur á Skagann í nótt og fær góðar móttökur hjá þeim sem ætla að standa við hlið þeirra næsta árið. Hef orðið vitni að miklu og góðu starfi Skagamanna í því sambandi. 

 

Akranes undir regnboganum, út um gluggann minn.......


Þó nokkur umferð gangandi - Myndablogg.....

HPIM3150frá Fimmvörðuhálsi.

Ég lánaði sjálfan mig í það verkefni á laugardagsmorguninn, að skutla tveim dömum upp að Fúkka, sem er skáli Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi. Með því styttu þær sér leiðina í Þórsmörk um tvo til þrjá tíma.

 

 

 

 

BaldvinsskáliFúkki heitir reyndar Baldvinsskáli en ber fúkkanafnið með rentu. Þar er ekki einu sinni hægt að matast fyrir fúkkalykt og ekkert hefur verið hugsað um skálann í áraraðir þó Ferðafélagið hafi lofað að taka hann í gegn, þegar þeir tóku við honum, árið 2003.

Alveg er það sorglegt hve lítið er hugsað um aðstöðu ferðamanna á hálendinu.

 

 

 

HPIM3145

 

 

 

 

Þarna eru "dömurnar" að leggja í´ann.

Eyjafjallajökull í baksýn.

 

 HPIM3146

 

Vaðið yfir Skógá var grunnt og lítið í ánni.

 

Varð að hafa eina mynd af vini mínum með.

 

 

Svangur og þyrstur kom ég niður af hálsinum og ákvað að fá mér eitthvað við því. Renndi upp að húsi sem var vel merkt að utan " Restaurant -Shop ".

Bað um samloku en stúlkan horfði á mig í forundran og sagði: " I do not understand. Do you speak english?" W00t

Það held ég...............


Þar hljóp á snærið hjá bloggurum............

thinkingþegar Kenýamanninum Paul Ramses var vísað úr landi í gær. Og þó, það eru nú ekki miklar upplýsingar sem við höfum um málið. Helst er minnst á það að hlífa eigi manninum við brottrekstri vegna þess að hann á barn og konu, og er á aftökulista Kenísku ríkistjórnarinnar.

 

Hvar er aftökulistinn?

Hver er konan hans, sem varð ólétt c.a sjö mánuðum áður en hann kom ólöglega inn í landið?

Er hún Íslensk, eða eru þau bæði ólöglegir innflytjendur?

Er nóg að gera íslenska stelpu ólétta til að fá hæli?

Þetta er örugglega vænsti peyi og búinn að vinna vel sína vinnu, en eigum við ekki að fara bara rólega þangað til allt liggur ljóst fyrir? Það vantar mörg brot til þess að fá heildarmyndina, sýnist mér.

Annars eru allar ábendingar vel þegnar............


Allt stjörnuvitlaust á Akranesi.............

Mynd_0178952enga Kolmunnaveiðar (aukaatriði), HB Grandi liðið lík hér í bæ, eldur í járn og álverksmiðjum annan hvern dag, Magnús Þór fer hamförum, krakkar mega ekki drekka brennivín og dópa á tjaldstæðinu á Írskum dögum, Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið völdin í bænum........

Skessuhorn segir frá..............

 

í hvaða átt er Þórshöfn í Færeyjum Angry

 


Veggspjald til verndar náttúrunni ...........

Veggspjald

 

 

 

endilega skoðið síðuna hjá Láru Hönnu .

"Þú getur haft áhrif "


Fáðu netið beint í punginn strax í dag.

Pungurinn kemur þér í samband hvar og hvenær sem þú vilt.

Jebb, þetta er auglýsingin frá fyrirtækinu sem kúrir á hægri akrein síðunnar minnar, og pirrar mig nett meira og meira.

0131

 

 

 

Spái jafnvel í að fá mér trukk svo ég sé ekki alveg svona punglaus í mótmælunum miklu sem ríða yfir landann um þessar mundir.

 

 

Any way, veturinn er að klárast því miður og regntíminn að ganga í garð.

*Úps gleymdi. Gelðilegt sumar esskurnar ef ég "sé" ykkur ekki meira í vetur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband