o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kem stundum í heimsókn

16140_189861988308_736638308_3019235_5995322_nhérna á bloggið og þá bara í þeim eina tilgangi að lesa einn ákveðinn bloggara, sem klikkar ekki.

Það virðist allur bloggvindur úr manni, en kannski tekur þetta sig upp aftur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt hér fylgja með eina mynd úr vetrarsólinni.

 

 

En svo endar alltaf með því að ég les alla hina líka, svo verið´ði bara róleg.


Af því að við erum svo myndarleg.................

Myndarleg

 

og í tilefni af því að stóri dagurinn er liðinn sá 31. þá er hreyft við þessari bloggsíðu.

 

 

Amma hennar fæddist á þesum degi.

Amma hennar gifti sig á þessum degi.

Amma hennar dó á þessum degi.

 

 

 

In god we trust.......................


Hún er yfirleitt fljót að átta sig.............

Skottan míná breyttum aðstæðum og eða skyndilegum uppákomum, en um daginn varð hún kjaftstopp og horfði í forundrun á leikskólasystkini sitt sem gargaði yfir allan hópinn:

"Eydís, afi þinn er kominn að sækja þig". Pinch

Í gær stóð ég hana að því að fylgjast vel með mér þegar ég skoðaði andlit mitt tennur o.fl í speglinum,  hugsandi upphátt: "Verð að fara að hætta að reykja"

"Af hverju"? spurði hún.

"Ég er með gular tennur"

"Hættu þá að reykja" svaraði barnið.

Nú, í gær sótti ég barnið á leikskólann svona eins og gerist og gengur. Það kom mér á óvart að flest börnin voru farin heim og allt dótið með, eins og það væri föstudagur. Það átti að vera skipulagsdagur á föstudag, sagði sæta fóstran mér.

Þau voru nokkur í fjörugum leik ásamt þar til gerðum fóstrum, og þegar ég kallaði á mína kom hún að venju á harðahlaupum beint í fangið á kallinum. Krafturinn var svo mikill að ég, sitjandi á hækjum mér, valt um koll og rúllaði nokkrar veltur, held ég.

Með barnið standandi yfir mér heyriði ég hana hrópa:

"Pabbi þú verður að hætta að reykja, þú ert með svoooo gular tennur."

Mig langaði að sökkva ofan í nýbónaðan gólfdúkinn.

Þarf að muxa hálið....................................


Ég er auðmaður sem fæddist með kálfabein í kjaftinum...........

Raggi minnAlla tíð hefur mér ég fundist ég vera ríkari en fúll á móti, hvar sem ég hef verið.

En það toppar náttúrulega ekkert auðæfi mín í dag, og þau aukast með hverjum deginum sem líður.

 

Tvö elstu hlutabréfin mín gera mig svo stoltan þessa dagana að ég vakna klukkan þrjú á nóttunni, bara til þess að klípa sjálfan mig og minna mig á hvað ég er ríkur.

Jóhanna mín

 

 

 

 

Ykkur að segja þá eru miklar breytingar í vændum hjá þessum tveim.

Meira svo af því seinna, elska ykkur stóru ungarnir mínir.

 

 

 

Svo öngvan slái þátturinn, slíkt ber þó að varast, að undan renni rannurinn sem(nee tek pillu á stærð við Kríuegg núna)....................

 


Það borgar sig yfirleitt ............................

  _MG_4318 

að hugsa sinn gang,

 

 

 

 

 

_MG_4326

 

 

 

 

áður en tekin er ákvörðun.

 

 

Öss öss öss, djúpt er´ða...................


"Stefnuræða foræstisráðherra".............

er ein leiðinlegasta og marklausasta setning sem ég hef þurft að búa við allt mitt líf, og býst ekki við því að það breytist neitt, héðan í af. Ekki það að ég sé að deyja alveg strax, heldur býst ég við framhaldi á stefnuræðum um ókomin ár.

Þegar ég byrjaði að aka á fjöll fyrir allmörgum árum, þá átti ég ekki GPS tæki og taldi mig ekki þurfa slíkt apparat því ég vissi sko alveg hvert ég væri að fara og hvaðan ég kom. En auðvitað lærði maður af reynslunni og varð að fá sér tækið svo maður stefndi ekki sjálfum sér og öðrum í voða.

Svo lærði ég líka að það er ekki nóg að vera með GPS tækið í bílnum. Það þarf að vera kveikt á því og tækið þarf að ná sambandi við gervitungl.

Ok nóg um það. Þið fattið þetta, er það ekki? Woundering

HunnagsflHeyrðu, svo fékk ég tvær gellur í heimsókn í morgun. Báðar afskaplega föngulegar hvor á sinn hátt. Sú sem kom á undan skellti sér beint í könnunarleiðangur um vinnustaðinn leitandi að einhverju. Feit, svarthærð með gular fallegar rendur um sig miðja.

 

 

Short skirtHin var töluvert stærri og ekki jafn feit og sú fyrri heldur há og grönn. Ljóshærð í stuttpilsi og svörtum sokkabuxum. Hún hafði berar axlir og handleggi sem báru roðamerki sólargeisla vorsins. (Arrggg... hvað ég er rómó.) Blush

 

Hún vissi alveg hvað hún vildi og arkaði beint að kaffivélinni og fékk sér og mér Café Noir. Við sátu og kjöftuðum um landsins gagn og nauðsynjar í klukku tíma, þó helvítis þvottavélarnar hafi gargað á mig síðasta korterið.

Sú ljóshærða er nú farin en svarthærða skassið situr móð og másandi í glugganum og horfir vonaraugum á eplatréð fyrir utan. Hana ætla ég að taka með mér heim á eftir, frysta hana og afþíða svo þegar ég hef tíma til að taka af henni nærmyndir.

Akið á guðs vegum og notið GPS...............................................


Við villtumst í skógi steypuhlunka..............

Eydís Lára_2með glerjuðum götum

fyrir fólkið

svo það sæi út. 

Allt svo, við vorum á leið upp í Heiðmörk og hugðist ég aka þangað eftir minni, og þetta átti ekki að vera ljóð.Shocking

Náðum þangað loksins og nutum þess.

"Af hverju"? var uppáhalds settninginn hennar um helgina.

 

"Af hverju deyr fólk"?

"Af hverju erum við með haus"?

"Deyrð þú pabbi"?

"Afar og ömmur deyja bara" GetLost

Um kvöldið uppi í rúmi:

"Villtu lesa fyrir mig pabbi"?

"Á ég að þurfa að segja þetta aftur"? W00t

Munum eftir smáfuglunum........................


Ég er hrútur og gaspra stundum af engu viti............

en mér finnst ég ekkert vera aumkunarverður samt. 

Mörg hetjan í björgunarleiðangri Íslands, hefur gert sjálfan sig aumkunarverðan í sjónvarpinu undanfarna mánuði, og þá oft með gaspri.

Örugglega allt hrútagrey.

til pabba síns

 

Þetta bréf sem gert var fyrir mörgum árum af barnungri dóttur minni, sem stendur nú á tímamótum í lífi sínu, hangir upp á vegg hér á bæ, og hefur oft hlýjað gömlum hrúti um hjartaræturnar í gegn um súrt og sætt.

Hvað þarf maður svo sem meira en svona viðurkenningu til að byrja daginn hress og kátur.

 

 HrúturHrútur: Þú pælir sjaldan í hvers vegna lífið leiki við þig, en gerðu það núna. Ekkert er aumkunarverðara en sá sem gasprar af engu viti.


Posing in front of dry cleaning system..................

Eydís Lára pósarHundleiðinlegt veður gæti sett _ í reikninginn þar sem við ætluðum í bíltúr eitthvað út í buskann í dag, með nesti, nýja skó og myndavélar.

Það er ævintýri fyrir barn að skottast úti í náttúrunni á meðan pabbinn myndar í gríð og erg. Setjast niður með mjólk í flösku og gæða sér á brauðsneið.

En ekki er lognblett að finna hér á Skipaskaga og dökkt inn í sveitir að sjá, svo spurning hvort ætti að heimsækja Borgina og grýta endur með brauðskorpum. Heimsókn til stóra stráksins okkar væri kostur í leiðinni ef hann væri ekki á þvælingi með túrhesta á fjöllum.

 

Annars erum vð hrikalega hipp og kúl, og ánægð með Júróvíson.......


Það er misjafnt hvernig við bregðumst við mótlæti..............

IMG_0573og stundum fær maður að sjá þennan svip, sem meðfylgjandi mynd sýnir, þegar staðið er fast á neitun, og beiðandi verður rökþrota.

Sem er að vísu afar sjaldgæft, s.s rökþrotið.

Reglur eiga að vera fáar og skýrar, sértækar fremur en almennar og í jákvæðu formi frekar en neikvæðu. Þær ættu að segja hvað á eða má gera, frekar en hvað má ekki.

Það skal tekið fram hér að þessi svipur barnsins er arfleið föður.

Annars erum við ljúf góð hér á bæ og áttum fína helgi við leik og störf...........


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband