o - Hausmynd

o

Hótanir um útburð berast eins og eldur í sinu um bloggheima...............

Fluga á veggog gættu að því að ég er fórnarlamb. Nú sá nýjasti sem hótar útburði óvirkra bloggvina er sjálfur kóngurinn Jens Guð. Æ mig auman. Hefði bara viljað vera fluga á vegg og hefja sjálfan mig á stall meðal frægra án mikillar fyrirhafnar. Reyndi við Ellý Ármanns um daginn og hún tók mér eins og týnda syninum og bauð mig ástúðlega velkomin í hópinn, en viti menn þá bara hvarf allur bloggvinalistinn hennar.

Jæja er nú samt að spökulera í að láta þetta yfir mig ganga og bíta í þann súra banana, án frekari mótvægisaðgerða að sinni, á meðan ég hef mína uppáhalds.

Ég skal reyna að vinna fyrir mér hjá ykkur.

Það er nú svo...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jens tók þig kannski óvart af listanum, ekki taka því persónulega  
(ég mátti til... fyrirgefðu )  

Fyrir svona hálfu ári síðan hreinsaði ég í bloggvina-listanum mínum og fjarlægði einn bloggvin sem átti það alls ekki skilið... hún hefur ekki látið heyra í sér síðan og svarar mér aldrei þegar ég reyni að bjóða henni í bloggvinahópinn. (Hún tók því persónulega... því miður)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég heimsæki bloggvini mína og læt þá vita að ég sé komin í heimsókn. Ef einhver bloggvinur lætur vera að láta vita af sér... þá er hann ekki lengur "vinur" og ekki heldur óvinur.
Hann / hún er einfaldlega bara blogglesari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þröstur minn það er allur bloggheimur búinn að vera á nálum í dag.  Er ég í ræmunni enn eður ei?   Sjálf búin að sitja límd við tölvuskrattann í allan dag, er ég inni eða úti í kuldanum?    Nei bara djók  Mundu að það eru  svo margir þarna úti sem okkur þykir vænt um og það er vel.

PS. Fannst þér Ellý svona eftirsóknarverð?  Ojæja sitt sýnist hverjum

Ía Jóhannsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Dúa, ég get ekki ímyndað mér að það sé mikið drasl heima hjá þér.

Gunnar, mér finnst bloggvinur hlýlegra orð heldur en blogglesari, þó bloggvinur sé kannski ekki vinur í raunheimum, aðeins lesari.

Ingibjörg, Ellý er fræg  og eins og Jens Guð var að ýja að þá sækist fólk eftir að verða bloggvinir fræga fólksins.

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 20:06

5 identicon

Bloggvinatiltekt finnst mér alltaf jafn áhugaverður. Ég bara skil ekki afhverju er ekki hægt að leyfa fólki að fylgjast með þótt það tjái sig ekki í gríð og erg í kommentum.

Ragga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Nákvæmlega Ragga, er búinn að vera að þusa um akkúrat þetta út um allan bloggheim í allan dag.

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ragga og Þröstur:
Það sem ég á erfitt með að skilja það er fólk sem vill vera bloggvinur en ekki hafa samskipti. Er þá ekki mikið betra að nota RSS og fylgjast þannig með nýjum færslum og athugasemdum? 

Ég sé þetta svona: Bloggvinur er sá sem hefur samskipti við mig þ.e. lætur vita af sér með því að skrifa athugasemdir. Blogglesari (kannski ljót orð) flakkar á milli staða og hefur gaman af því að lesa en hefur engan áhuga á því að hafa samskipti við bloggistann.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já fræg, asskotakornið það er nú svo auðvelt að verða frægur á Íslandi af endemum.  Ef til vill fylgist ég ekki alveg nógu vel með þjóðarsálinni, Séð og Heyrt og öðrum kjaftableðlum. 

Annað sem kemur ekkert málinu við.  Viltu vera svo vænn að kalla mig ekki Ingibjörgu (þrátt fyrir að það sé mitt skírnarnafn) finnst alltaf eins og mamma sé að skamma mig.  Ég hef alltaf verið kölluð Ía bæði af fjölskyldu og vinum. Þannig að næst þegar ég sé Ingibjargar nafnið þá veit ég að þú ert bara að argaþrasast í mér

Ía Jóhannsdóttir, 16.1.2008 kl. 20:41

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Gunnar. Virði þitt álit að fullu, en við erum bara ekki sammála hér. Bloggvinur að mínu mati getur einmitt verið flakkandi á milli fjölmargra til að lesa, og svo kannski einhvern daginn dettur honum í hug að kommenta. Mér finnst það ekki skipta máli hvort það sé einu sinni á ári eða ekki.

En ég er í raun ekki að amast út í fólk þó það lagi til á þessum "bloggvinalista" kannski meira svona að gera Úlfalda úr Mýflugu.

Ía. Skal reyna að muna þetta, en ef ekki þá er það ekki til að argaþrasast í þér heldur gleymska.

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 21:17

10 identicon

Viðkomandi verður því að vera vinur manns afþví að það felst í orðinu bloggvinur?

Mér finnst það bara ekki tilfellið, ég hef litið á það sem svo að það sé til að halda utan um þessi blogg, fylgjast betur með því jú maður sér hvað nýtt er að gerast hjá "vinum" sínum.

Ragga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:44

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hjá 200 vinum sínum?  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 21:47

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fólk bloggar mismunandi og vill hafa bloggið sitt mismunandi.  Það vill nú svo til að ég henti út 40 bloggvinum í dag.  Hef bloggað í næstum ár, safnað öllum sem hafa beðið um að koma inn..... og það var svo komið að það tók langan tíma að flytja nýja bloggvini.... ef mig langaði í slíka... upp allan skalann,  á stað, þar sem hægt væri að fylgjast með þeim.  Fólk á að hafa val um hvernig það vill hafa sitt blogg.  Og hana nú. 

Anna Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 23:36

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Best Friends  Best Friends Best Friends  Þröstur þú og ég, bara bestu vinir.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:56

14 Smámynd: Ísdrottningin

Við þessa lesningu þori ég ekki öðru en að kvitta fyrir komuna *glottir út í annað* 

Ísdrottningin, 17.1.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband