o - Hausmynd

o

Moggablogginu hefur verið breytt - Athugasemdum við færslur mun líklega fækka í kjölfarið.

Búið er að taka út þann möguleika að fylgjast með nýjum athugasemdum í bloggvina flipanum efst á skjánum. Aðeins kemur "Nýtt" ef skrifuð er ný færsla. Þetta breytir því að erfiðara eða nánast ómögulegt, verður að fylgjast með nýjum athugasemdum bloggvina í kerfinu. Mér finnst þetta skipta mjög miklu máli þar sem fólk er að skiptast á skoðunum í kommentakerfinu um tilteknar færslur. Ekki er möguleiki fyrir þá sem eru með kannski 20 bloggvini að fylgjast með, nema að heimsækja alla af og til, að tékka á nýju kommenti.

Er búinn að standa í bréfaskiptum við kerfisstjóra í dag.

Mundi mjög gjarnan þiggja komment á þetta hér, ef þið kannist við þetta eða viljið breyta til baka.

Það held ég..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Þröstur Unnar !

Þakka þér, þessa þörfu ábendingu. Vonum, að Hádegismóarnir séu ekki, að fylgja fyrirmælum, neðan af Lækjargötu. Látum okkur ekki bregða, Þröstur minn.

Viljum, að sjálfsögðu hafa það fyrirkomulag, sem hentugast hefir verið.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér og vil breyta til baka.

Þetta er ómögulegt svona.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Ólöf Anna

sammála er ekki sátt við þetta svona. En mætti samt vera annað merki eða annar litur á milli færslu og athugasemdar

Ólöf Anna , 3.9.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Hugarfluga

Hjá mér virðist þetta vera mismunandi eftir bloggurum. Hjá sumum kemur "Nýtt" þegar ný komment eru ... ekki hjá öðrum. Vewy stwange!!

Hugarfluga, 3.9.2007 kl. 23:12

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var einmitt að biðja Gunnar, bloggvin minn, sem verið hefur í samskiptum við Mbl. um betra blogg.... að biðja þá að breyta þessu.  Það væri best ef hægt væri að hafa hak eða annað merki, þegar einungis er um athugasemdir er að ræða.

En ómögulegt svona...... hvernig á að fylgjast með "heitum umræðum" ?

Anna Einarsdóttir, 3.9.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju - það er búið að laga þetta!!! Jafnvel bæta líka

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 08:56

7 Smámynd: Baldur Kristinsson

Hér stangast á óskir tveggja hópa notenda. Til að koma til móts við báða var ég rétt áðan að bæta við merkingunni "[aths.]" í bloggvinalistann, ef ný athugasemd er við færslu hjá bloggvini. Merkingin "[nýtt]" mun framvegis merkja, að til er ný færsla hjá viðkomandi.

Baldur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 08:59

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyri kærlega Baldur, fín þjónusta við báða hópana að mínu mati.

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband