21.8.2009 | 10:50
Hún er yfirleitt fljót að átta sig.............
á breyttum aðstæðum og eða skyndilegum uppákomum, en um daginn varð hún kjaftstopp og horfði í forundrun á leikskólasystkini sitt sem gargaði yfir allan hópinn:
"Eydís, afi þinn er kominn að sækja þig".
Í gær stóð ég hana að því að fylgjast vel með mér þegar ég skoðaði andlit mitt tennur o.fl í speglinum, hugsandi upphátt: "Verð að fara að hætta að reykja"
"Af hverju"? spurði hún.
"Ég er með gular tennur"
"Hættu þá að reykja" svaraði barnið.
Nú, í gær sótti ég barnið á leikskólann svona eins og gerist og gengur. Það kom mér á óvart að flest börnin voru farin heim og allt dótið með, eins og það væri föstudagur. Það átti að vera skipulagsdagur á föstudag, sagði sæta fóstran mér.
Þau voru nokkur í fjörugum leik ásamt þar til gerðum fóstrum, og þegar ég kallaði á mína kom hún að venju á harðahlaupum beint í fangið á kallinum. Krafturinn var svo mikill að ég, sitjandi á hækjum mér, valt um koll og rúllaði nokkrar veltur, held ég.
Með barnið standandi yfir mér heyriði ég hana hrópa:
"Pabbi þú verður að hætta að reykja, þú ert með svoooo gular tennur."
Mig langaði að sökkva ofan í nýbónaðan gólfdúkinn.
Þarf að muxa hálið....................................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:26 | Facebook
Athugasemdir
Já börnin segja okkur hlutina umbúðalaust og það getur svo sannarlega kom okkur hinum fullorðnu í bobba. Mér dettur í hug lifrarpylsan og dóttursonur minn. Honum var sagt að það ætti að smakka allan mat til að geta sagt hvernig honum líkaði.
Mamman keypti einn daginn soðna lyfrarpylsu og þeim stutta þótti hún góð. "Ætlar þú ekki að fá þér mamma" hún fékk sér smáögn. "Sko mamma, það á að fá sér góðan bita og tyggja vel svo maður finni bragðið" Mamman varð að gjöra svo vel, en lyfrarpylsa er með því versta sem hún veit. Þarna fékk hún góða uppeldisaðferð beint í hausinn og varð að sýna gott fordæmi.
Þú skoðar þetta með reykingarnar, ég hætti 1995 og það tókst.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.8.2009 kl. 11:47
krúttið
Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2009 kl. 13:23
Ég hef líka oftar en einu sinni lent í því að vera spurð að því amma hvers ég sé þegar ég sæki mína snúllur í leikskólan Og samt reyki ég ekki
, 21.8.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.