11.7.2009 | 16:40
Af gallabuxum og tuskubúðum.................
Þó að ég sé nú fluttur af Skaganum þá á ég ennþá lífsafkomu mína, bæði veraldlega og af hinum tilfinningalega heimi, undir þessum rokgjarna tanga.
Svo að efninu:
Maður kaupir sér nú ekki gallabuxur á hverjum degi. Ég hafði safnað kjarki í nokkra mánuði fyrir því að heimsækja eina af helstu tískuvöruverslunum Akurnesinga og á föstudaginn lét ég til skarar skríða, aðallega vegna þess að það var farið að sjást full mikið af beru holdi í gegn um þessar sem ég keypti 2007.
Verðið var 22.978 ISK.
Hárið á mér gránaði aðeins meira, ég þakkaði fyrir og gekk út buxnalaus.
Eins og alþjóð veit þá bý ég í hinum friðsama bæ Kópavogi og stutt að fara í Hringlu allra landsmanna, þar sem úir og grúir af 2007 búðum sem selja allt frá bláum Ópölum upp í splunkunýja Massey Ferguson með drifi á öllum, hef ég heyrt.
En sum sé, ég renndi þangað áðan og hrasaði og datt inn í ónefnda Blendingsbúð þar sem ég fékk tvær gallabuxur og tvo stuttermaboli fyrir sama pening og einar buxur áttu að kosta á Akranesi, takk fyrir.
Það var nú ekki annað sem ég vildi koma að í umræðunni.
Myndin sem fylgir fréttinni tók undirritaður á bökkum Laxár í Leirársveit og tengist hún fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Þakka áheyrnina ..................................
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Verði þér að góðu
Það verður spennandi að sjá gallabuxnaverðið þegar þú ferð næst af stað í innkaup - væntanlega 2011
, 11.7.2009 kl. 21:55
shitt mar og ég sem kaupti mínar gallabuxur árið 2006 alveg heil 4 eintök og kostað á þáverandi gengi 120$ X 65kr ISK(allar 4 sko).....ég er enn að safna upp í næstu ferð út og versla sko öruggla fleirri Levi's gæðagallabuxur í leiðinni. Það skal tekið fram að ég keypti þessar buxur alveg einn og óstuddur "í leiðinni" fyrst ég var þarna úti hvort sem er "að gera ekki neitt" en fór ekki í sérstakann verslunarleiðangur eftir þeim út.
Sverrir Einarsson, 12.7.2009 kl. 15:27
Alltaf sagt það ,stórskrítið fólk á Skaganum.
Ía Jóhannsdóttir, 14.7.2009 kl. 12:20
Ía nei nei fólkið er fínt það er bara Skaginn sem er skrítinn
Sverrir Einarsson, 15.7.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.