o - Hausmynd

o

Ég tók eftir því í gærkvöldi að ég er ógiftur................

caveman,televisionog þarf þess vegna að gifta mig sem fyrst, eða alla vega áður en haustvertíðin hefst.

Sem sagt í hálfleik þar sem Börsungar voru yfir gegn Júnæted, fann ég til mikillar þurrðar í kverkunum og tók eftir því að ölið var enn þá inn í ísskáp, kvöldmaturinn ekki tilbúinn, ég illa lyktandi eftir amstur dagsins og ekkert vatn í baðkarinu.

Svo tók ég eftir öðru sem kom mér eiginlega mest á óvart, "ég var einn". Woundering

Það skal tekið fram að ég hef aldrei verið giftur svo ég veit kannski ekki alveg hvernig þetta virkar, en það hlýtur að vera eitthvað í þessa áttina því það eru svo margir svona, alltso giftir.

Þessi færsla er yfirfærð á Facebook líka, svo málið leysist sem fyrst................

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því að menn gifta sig. Gangi þér vel að finna frú

, 28.5.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þröstur minn góði... menn kvænast! Konur giftast.

...ekki að ég vilji vera neitt leiðinleg eða neitt en ég hlít bara að vera frá kéflavík og hef ekkert að leina..... :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Nú botna ég ekkert í þér Hrönn.

Þröstur Unnar, 29.5.2009 kl. 15:10

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Verðum við að skera þetta út í pappa fyrir þig vinur vors og blóma heheh... 

Ef það er þetta sem þú heldur að eiginkonur geri í dag sem sagt að vera til þjónustu fyrir karla þá verð ég að hryggja þig með því að segja að þannig konur vaxa ekki lengur á trjánum kæri Þröstur.

Gangi þér samt vel í leitinni og góðan Hvítasunnudag.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Að geta horft á boltann í friði, farið í bað þegar þér hentar og borðað það sem þú vilt þegar þú vilt það, það er kallað kostur í dag. Farið úr landi þegar þér henntar og komið heim þegar þér henntar, með jafn margar ferðatöskur og þú fórst með út, það eru forréttindi. Til hvers að skemma þessi fríðindi með því að setja þetta á feisið?

Sverrir Einarsson, 31.5.2009 kl. 18:43

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Sverrir, eg er stundum svolítið fljótfær.

Hafði t.d ekki hugsað þetta með ferðatöskurnar.

Takk fyrir ábendinguna félagi.

Þröstur Unnar, 31.5.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband