27.1.2009 | 20:50
Þegar þessi litla stúlka................
kom til pabba síns núna einn daginn í kreppunni miklu, mátti hann alls ekki klæða hana úr skónum.
"Bíddu, bíddu pabbi, ekki strax!"
Mamman kvaddi og útidyrahurðin lokaðist.
"Nei, ég ætla!" sagði hún og reif sig úr skónum.
Í öðrum skónum voru tveir hundraðkrónu peningar og í hinum einn fimmtíukrónu.
"Þú átt að kaupa "svona" bleika tölvu með Barbíleik" sagði hún og rétti fram peningana ákveðin á svip.
Hjartað í kallinum leystist upp í frumeindir.
Hann óttast að það gætu liðið mörg ár áður en bruðlað verður með svona aukakrónur til tölvukaupa ef fer fram sem horfir í pólitíkinni.
Þessi fjárdráttur verður ekki rannsakaður nánar, hvorki af VG, Samfó, Seðlabanka né sýslumanni vorum, fyrrverandi.
Jess sör. Þannig er nú það................................
Athugasemdir
Daman þín er náttl. bara draumastelpa. Þú ert sko heppinn að eiga hana í kreppunni, verður aldrei kreppa á þannig vel skipuðu heimili.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:59
ha?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 21:09
Já Hrönn. þannig er nú það.
Þröstur Unnar, 27.1.2009 kl. 21:11
Hún kann að geyma peninga þessi unga kona. Efni í fjármálaráðherra
, 27.1.2009 kl. 21:34
Ía Jóhannsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.