17.1.2009 | 14:58
Laugardagur til leti, eða mótmæla?
Tók mig þó föstu kverkataki og drullaðist á vinnustað til þess að gramsa örlítið í rafmagnsdós, tengda loftpressu sem slær alltaf út með eldglæringum þegar ýtt er á ON. Veit alveg að ég má þetta ekki samkv. samningi löggiltra rafeðlisfræðinga og yfirvalda, en þið fáu hræður sem lesið þetta haldið bara kjafti yfir þessu, ok?
Eftir nokkur adrenalín stuð og fingurbruna, sá ég að ekki var við þetta ráðið. Þó maður sé langskólagenginn bakari vantar mann oft skilning á því hvernig rafmagn getur stundum látið eins og fífl.
Með úfið hár og öran hjartslátt runnum við Stóri-rauður út að Stóra-vita til þess að taka myndir af Litla-vita, sem aldrei lætur í minni pokann fyrir Ægi... og þó, aldrei að vita.
Hafið svo öll dásamlegan laugardag og komið heil heim úr mótmælum.................
Athugasemdir
Vá, hvað þetta er sjúklega flott mynd! Ég hef setið við gluggann síðan fór að birta og skemmt mér yfir öldunum. Best að kíkja út að vita á morgun í þeirri von að öldurnar verði jafnflottar þá.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2009 kl. 16:11
Flott mynd hjá þér !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:23
Juuu.. en flott mynd :) .. þér er næstum fyrirgefið að mæta ekki í mótmæli.
Ásta S. (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:24
Vá flott mynd! Stal henni frá þér - ég er nefnilega sökkari fyrir sjógangi og vitum. Ef þú hefur eitthvað við það að athuga þá veistu hvar ég á heima!
Og skammastu þín svo að mæta ekki á mótmæli!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 19:36
Eitt skaltu vita, að vitar vita sínu viti, vitir þú það ekki, veistu það?
Ægir og vitar landsins vita hver hefur Ægi vald og vita þess vegna sínu viti báðir.
Ef þú værir ekki svona fjandi hrokkinhærður væri ég viss um að trúa því að þetta hafi verið fyrsta skifti sem þú fiktar í rafmagni.
Rafmagn er stórhættulegt þegar það er ON en ok að fikta í því þegar það er OFF........bara passa sig að fikta ekki þegar það er ON því þá á það til að fara í allar áttir.
Sverrir Einarsson, 18.1.2009 kl. 09:58
Flott vitamynd ma'r en kemur vitaskuld ekki í stað mótmæla. Vona að puttarnir nái sér fljótt eftir rafstuðið.
, 18.1.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.