29.12.2008 | 15:40
Til þess eins að halda þræðinum...............
þá birtum vér gamlingjar mynd að erfingja vorum, sem oss tókst að kyrrsetja eitt lítið andartak um daginn.
Við vorum úti að aka í gær þegar hún segir allt í einu.
"Pabbi, þú segir alltaf já við mig"
"Hvað meinarðu?"
"Sko mamma segir alltaf nei en þú segir alltaf já"
Hrökk í kút og flaug í hug hvort ég væri of undanlátsamur við barnið, en áttaði mig svo á því að ég á það til að segja já, já, þegar ég er annars hugar.
"En ég segi oft nei við þig, þegar þú mátt ekki eitthvað"
"Já, ég veit það, var bara að grínast".
Arrrg.........en fær mann til að huxa.
Pís on örð....................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Athugasemdir
hvað er það einna helst sem þú hugsar þegar þú ert annars hugar?
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 16:48
Yndisfríð er hún stúlkan þín, mikið sem þú getur verið montinn af henni. Ég veit þú elur hana vel upp. Treysti því sko alveg og veii þeim ungu mönnum sem nálgast hana í framtíðinni, feður dætra eru ótrúlegir í slíkum aðförum. láttu mig vita við Bjarni eigum fimm dætur samtals. Hafðu það sem best elsku kallinn minn
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 16:55
Það var X-ið mitt sem sagði þetta alltaf við mig, ekki dóttlan hún bara naut þess að ég segði já.
Ég efast um að það sé hægt að finna hæfann tengdason handa dóttur minni, alla vega sem mér finnst nógu góður handa henni......enda er hún einkabarnið mitt.
Sverrir Einarsson, 29.12.2008 kl. 17:18
Þessi börn
, 29.12.2008 kl. 17:19
Er með einn hér hjá mér núna sem segir: En mamma segira, ég má víst. Og svo bráðnar maður bara í smá búta.
Ía Jóhannsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:58
Vá.... það þarf nú einhver að taka að sér að herða ykkur!!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 20:49
Herða?
Þröstur Unnar, 29.12.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.