5.11.2008 | 21:31
Ískur heyrðist í hjólbörðum, þegar kolsvartur jeppi eins og bankastjórarnir áttu f.kr................
snarhemlaði upp á gangstétt það nálægt dyrunum að tígulega konan með nýtísku gleraugun sem snaraðist út úr bílnum hefði getað stigið beint inn á gólf hjá mér, ef útidyrnar mínar hefðu ekki aðskilið okkur.
"Guð minn góður" hugsaði ég. "Nú eru þeir komnir að sækja mig"
Þegar hún þeytti upp útidyrahurðinni og gekk hröðum skrefum að afgreiðsluborðinu, sá ég að hún var í splunkunýjum ítölskum leðurstígvélum.
Ég var eldfljótur að átta mig og var tilbúinn með svarið: "Ég hef aldrei unnið í banka eða átt hlutafé í svoleiðis fyrirbæri" en þurfti ekki á því svari að halda, því hún rétti eldsnöggt út höndina sem ég greip með báðum.
"Hæ ég heiti Hrönn Sig og blogga, langaði bara að skoða þig"
"Bæ"
Þar með var hún rokinn út í svarta jeppann, sem einkabílstjórinn hafði bakkað út á götu og lagt eins og venjulegir viðskiptavinir mínir gera.
Ég er ennþá að átta mig, en það hefst að lokum......................
Athugasemdir
Já, þú segir nokkuð! Maður ætti kannski að skella sér í skoðunarferð á Skagann einhvern daginn...
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:43
haha ég stóðst ekki freistinguna að athuga hvort dóttirin hefði ekki ábyggilega fríðleikann frá móður sinni
Gaman að sjá þig
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 22:19
Á kjerlignin jeppa??????
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:36
frábært !!!
Kærleiksknús
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 19:36
nei, nei, nei - Þröstur er að ýkja! Þetta var miklu meira svona gjaldkerabíll......
Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2008 kl. 18:48
ég er alltaf jafn fljót í að kommenta ... en það er rétt að nafnið Rakel þýði gimbur. Barnabarn systur þinnar ber þetta fallega nafn.
kv.
Lára Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:28
hahahaha þarna er Hrönnslu rétt lýst
Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.