3.11.2008 | 21:54
Ég keypti bók, eiginlega af því að ég ætlaði að kaupa bók..........
en samt ekki akkúrat þessa bók, heldur aðra bók. Ég keypti sem sagt vitlausa bók. Ekki að hún sé vitlaus, hef ekki lesið hana, heldur frekar röng, eða öfug, skökk eða bara ekki sú bók sem ég ætlaði að kaupa. En keypti hana samt.
Arkaði inn í Eymundsson og beint að borði sem á að vera fyrir nýjar bækur. Borðið er svona álíka stórt og eldhúsborðið mitt. Bókunum var raðað í píramída og efst trónaði átta kílóa bók um bókaþjóf.
Undurþýð stúlkurödd andaði í eyrað á mér: "Get ég aðstoðað"?
Ég spurði um bókina Sá einhverfi og við hin, eftir Jónu Gísla.
Hún gramsaði í tölvunni og sagði: "Nei, en við getum pantað hana fyrir þig"
Blóðið frussaðist upp í heilann og ég sá rautt, eins og alltaf þegar orðið "pantað" er notað gegn mér, sem er orðið ansi oft hér í þorpinu mínu.
Leit eldsnöggt í kring um mig og sá bók með titlinum Segðu mömmu að mér líði vel, greip hana og sagði:"Nei takk"
Þess vegna keypti ég sögu um ástir eftir Guðmund Andra, sem er kannski góð bók, en ekki sú sem ég ætlaði að kaupa.
Það sem mér þykir merkilegast við þetta er að ég kaupi óvart bók um ástir, fyrirbæri sem rafbylgjur heila míns hafa ekki náð að skrá og skilgreina almennilega hingað til, kannski sökum utanaðkomandi rafbylgna, en bara kannski.
Hins vegar gat það hafa verið titill bókarinnar sem réð úrslitum, sem mér finnst bara skolli góður af ólesinni bók að vera.
Finnist ykkur eitthvað torskilið við þessa færslu, þá þið um það, ég er farinn að lesa ástarbók......................
Athugasemdir
Ég elska torskildar færslur! Knús á þig Skagamaður
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 21:57
Ertu að borða grjónagraut með gaffli? Og hvaða bók heldur opinni með epli?
Finnst þér ég vera forvitin? Bíddu bara.........
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 22:00
Týndir´ðu augnglerjunum Hrönnsla?
Þröstur Unnar, 3.11.2008 kl. 22:03
Hvers vegna ætli bókin hennar Jónu sé ekki höfð á meðal nýrra bóka´og ekki einu sinni til í Eymundson? Hún bloggaði um þetta sjálf hér um daginn þar sem hún fann bókina innan um gamlar bækur síðan í fyrra.
En til hvers varstu að kaupa bók bara til að kaupa bók? Torskilið!
Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:06
Þröstur minn svo verður að kaupa líka Jónubók, sko til að hin bókin sem þú keyptir verði ekki einmanna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 22:36
Hvurslags bókabúð er þetta hér á ég að þurfa keyra suður til að ná mér í bókina hennar Jónu panta hvað!! Af hverju panta þeir hana ekki hér og hafa hana til sölu piff heimtum að hún fari í sölu hér á skaganum og hana nú!! mótmælum fyrir utan Eymundson á laugardag þröstur farðu að búa til skilti
Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 13:52
Ég á ekki orð, hver sér eiginlega um dreifingu á bókum hingað á Skagann? Ég vil fá bókina hennar Jónu hingað og ekki seinna en í gær!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þröstur, sú sem þú keyptir er líka alveg frábær! Andri klikkar ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:08
Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.