o - Hausmynd

o

Slagsmálahundar í fangelsi og ný háglansandi stígvél.................

HPIM3232er eitt af því sem stendur upp úr eftir helgina.

Faðir hennar var í rólegheitum að horfa á Silfur Egils Mikla með öðru en fylgdist með stelpunni sinni með hinu. Hún hafði verið óvenju lengi inni í herberginu sínu og það sem meira var, dyrnar voru lokaðar sem er afar sjaldgæft, nema þegar kallinn ryksugar, en þá rýkur hún inn í herbergið og skellir hurð.

Annað slagið heyrðust ávítur af ýmsum toga: " Verið þið stillt, hættið þessum fíflalátum, Sigga þegiðu á meðan ég tala við þig"

 

Eydís löggaVeit ekki hvar barnið lærir að tjá sig á þennan máta, en það er annað mál.

Hún sviptir upp hurðinni, kemur fram með tvö loðkvikindi í fanginu þeytir þeim inn í "hjónaherbergi " lokar dyrum og segir hátt og skýrt: "Þið eruð í fangelsi og þið komið ekki fram fyrr en þið hættið að slást" W00t

Barnið er ný orðið fjögurra ára.

Eydís Lára Þrastardóttir var með svarta húfu, í splunkunýjum háglansandi stígvélum og þurfti sjálf að sjá til þess að allir færu að lögum hér innanhúss, á þessum hundblauta sunnudegi.

 

Engin önnur vitni voru að ólátunum, en við skulum trúa og treysta lögreglunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er æðislega flott í löggubúning.

Spurning hvar þetta endar.  Í rannsóknardeild.

Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þið eruð yndisleg, feðginin! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ja... sko hún er allavega krútt! Ég segi það enn og aftur; hún hlýtur að vera lík mömmu sinni......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vá hvað mín er orðin mikil pæja! 

Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þú hefur greynilega ekki nægjanlega stjórn á þessum óargardýrum á þínu heimili og nú veist þú hver ræður sko og ert búinn að sjá hverjar afleiðingarnar verða ef ÞÚ hlíðir ekki.

Rosa flott stelpa þarna á myndunum hvaðan fær barnið allann þennann fríðleika?

Sverrir Einarsson, 3.11.2008 kl. 10:55

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Kærar þakki næstum öll.

Hrönn og Sverrir. Ég læt sem ég heyri ekki í ykkur.

Þröstur Unnar, 3.11.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband