22.10.2008 | 20:54
Af tvennu illu............
tek ég bloggið fram yfir sjónvarp í kvöld, þó með þeim fyrirvara að eyða ekki nema sem svarar einum útrásarklukkutíma í það.
Sjónvarpsdagskráin er líka í kreppu eins og við var að búast. Þó var pínu gaman að sjá Sigmar græta forsætisráðherrann.
Þórhallur flautaði leikinn af allt of snemma, skaust eins og píla á bak við nýja settið, þreif í spaðann á Geir og skammaði Sigmar, held ég.
Ég reyni að opna annað augað endrum og eins til þess að fylgjast með langa orðinu (efnahagsástandið) en nennan til þess fer þverrandi.
Búinn að lesa báðar bækurnar í bókaskápnum mínum og verð að fara á stúfana og leita uppi góða bók.
Hún má ekki fjalla um peninga, morð, vændi, Austurlönd-fjær, Bretland, útrás, Davíðs-sálma, Geirfugla, brauð og kökur, Pútín, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, prjóna-skap, }ïqô·╩╚â~∟Ü{
Ok, ok ég skal taka pilluna mína.
Bloggið pirrar mig já, í augnablikinu en það snjóar á morgun .............................
Athugasemdir
Þegar mér leiðist læri ég utan að Markaskránna. Gott að vita hver á sauðinn sem maður stelur til að sjóða í potti.
Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 20:57
Ég er líka með smá bloggpirring. En góð bók er gulls ígildi en hún verður að vera góð.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:13
Á að snjóa líka á morgun? Tvo daga í röð - eða eins og við segjum á frummálinu: two days in a road.........
Ég veit um góða bók handa þér að lesa!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 22:10
Mæli með nýjustu útgáfunni af markaskránni sérstaklega að læra hana.....ekki get ég þreyfað eitt einasta mark svo vit sé í og er ég þó bændaskólagenginn.
Já það snjóar í nótt eða fyrramálið og ég ættla að vakkna snemma til að fylgjast með lýsingunni á ófærðinni í útvarpinu en hún er oftast mest á ruv (sko ófærðin).
Er þá ekki tími til kominn fyrir svona snjókalla eins og þig að skella sér bara uppá jökul með Guðmund Péturs Stýrimann???????
Held svo áfram að vera á leiðinni með þvottinn.
Sverrir Einarsson, 22.10.2008 kl. 23:53
Jebb strákar. Hún er ein af þeim sem maður gleymir aldrei.
Hvaða bók Hrönn. Kannski "The Real Country Romance System."?
Hvur er stýrimaðurinn sá, Sverrir?
Þröstur Unnar, 23.10.2008 kl. 09:12
Góði dátinn Svejk!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:41
Hrikalega finnst mér þetta flott mynd hjá þér.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:42
Ertu að fíbblast í mér Hrönn, eða er þetta góð bók?
Takk fyrir komment á myndina. Ég er bara nokkuð ánægður með mótívið sjálft, en þetta digital súmm er alveg út úr kú.
Þröstur Unnar, 23.10.2008 kl. 12:14
Þröstur! Ég fíflast aldrei........
....ekki með bækur
Þetta er góð bók og hentar fyrir góða drengi!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 12:56
Annars er ég sammála þér með þetta digital súmm!
Ég held að gömlu góðu vélarnar eigi alltaf eftir að verða beztar. Nema digitalið verði stórbætt í náinni framtíð.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 12:57
þessi óforfrömuðu (ég t.d.) köllum þetta þessu nafni, þeir hinir "reyndari" kalla þetta nú bara GPS.
Sverrir Einarsson, 23.10.2008 kl. 14:09
Á ekki dóttir þín bækur fyrir þig að lesa fyrst þú setur svona ströng skilyrði? Góð Disneymynd er líka örugglega skemmtilegri en Kastljósið. Svo er líka hægt að setja sjónavarpið á mute og mæma fyrir karakterana. Þetta eru hugmyndir að kreppuskemmtun.
Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.