18.10.2008 | 12:06
Þykkar sjálfstandandi lopapeysur..............
soðnar á 90° með hrossa og rollufýlu, stífar eins og þurrkað selskinn, en það er bara í minningunni.
Lopinn í dag er aðeins öðruvísi og bara virkilega þægilegt að klæðast þessum flíkum.
Uppáhalds sokkarnir okkar hér á þessum bæ eru einmitt úr ull, okkur er hlítt og erum bjartsýn eins og forsetafrúin.
Við höfum kúplað okkur að mestu út úr fréttaflóðinu og aðeins fylgst með því helsta sem fer fram á ljósvakanum. Þetta var orðið full mikið að innbyrða með öllu öðru sem þarf að gera. Kolvitlaust að gera í vinnu og svo þarf helmingur okkar mikla og óskipta athygli þessa dagana.
Ég fylgist nú samt með ykkur kæru bloggvinir, þið eruð ómissandi krútt.
Faðm til ykkar allra.................
Dorrit bjartsýn á framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála! Rétt að kúpla sig frá og gleðjast yfir því sem maður á og hefur. Litla gullskottið þitt er þess virði að fá alla athyglina þessa dagana. Njótið helgarinnar í tætlur.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:47
Knús til þín líka plebbinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 17:06
Brynja skordal, 20.10.2008 kl. 13:49
Og ég sem hélt þig hafa skellt lopapeysunum á 90°
Bullukolla, 20.10.2008 kl. 21:45
Bakarar þvo náttúrulega ekki peysur á 90°.... eða eru það bakarar sem þvo peysur á svo háum hita?
Ertu kannski ekki bakari? Er ég að hengja krútt fyrir bakara?
Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.