12.10.2008 | 09:55
Báðir vaknaðir og virða fyrir sér Skessuhorn, í bítið.
Ekkert af viti í fréttum í augnablikinu.
Mikið djö*** var leiðinlegur þessi snobbþáttur hjá Sjónvarpinu í gær þar sem þáttastjórnandinn, stelpa í stuttu pilsi tók á móti uppgjafatöffurum síðustu aldar, flissandi eins og skólastelpa, og skeggjaðir lúðrasveitardrengir spúðu andremmu yfir blásaklausan og skítblankan lýðinn.
Þetta pirr er í boði Krumma og Þrastar ehf
Farinn að vinna gormarnir ykkar....................
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Var með hálfgerða velgju.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:04
Who the f... is Krummi? Ertu að meina fuglinn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:05
Auðvitað fyglið.
Hélstu kannski að maðurinn minn héti Krummi?
Þröstur Unnar, 12.10.2008 kl. 17:18
heheheh þið eruð ágæt! Flott mynd! Er þetta Skessuhorn? Er þetta útsýnið út um gluggann þinn? Fæ ég að kíkja á hana ef ég kem og faðma þig?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 20:37
....og af hverju ertu að vinna á Sunnudegi?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 20:37
Hefurðu farið þarna upp?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 20:38
Krummi krúnkar úti kallar á nafna sinn
Brynja skordal, 12.10.2008 kl. 21:57
þá var nú gott að ég næ ekki íslensku sjónvarpi. hérna var sjónvarpið fínt !
Kærleikskveðjur til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.