o - Hausmynd

o

Einkablogg - Þetta er ekki við hæfi.............

HPIM3206er svolítið stórt þema í Öskubusku ævintýrinu.

Þegar fóstran "vonda" sagði að það væri til dæmis ekki við hæfi að hafa gluggatjöldin dregin frá hjá prinsessum, tók skottan mín á rás inn í herbergi, dró gluggatjöldin fyrir og tautaði: "Þetta er ekki við hæfi" W00t

 

 

 

 

Jóhanna

Stelpan mín stóra, hefur nú flutt að heiman frá mömmu gömlu og hafið búskap með sínum ektakærasta honum Dodda. Pabbinn ern nú pínu stressaður yfir þessu brölti, en veit samt innst inni að hún stendur sig.

Til hamingju snúllurnar mínar.

Myndin sýnir Jóhönnu Lind og hundinn Pjakk.

Meira seinna héðan af vesturvígstöðvunum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þær eru hvor annarri yndislegri stelpurnar þínar.

Og ég heyri að prinsessufaraldurinn geysar á Akranesi líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tí, hí, hún er algjör gullmoli sú stutta og veit hvað hún vill.

Skil þig vel með þá eldri, ég held einmitt að það sé erfiðara fyrir okkur foreldrana að slíta naflastenginn en börnin.  Við teljum okkur ómissandi með öllu; enginn kemur í okkar stað. Staðreyndin er hins vegar sú að eftir því sem börnin okkar eru sjálfstari, hefur okkur tekist betur upp með uppeldið. Mér sýnist eldri prinsessan fullfær um að sigla á eigin bát enda dóttir föður síns, ekki satt?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Áttu mörg svona falleg börn? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir okkur.

Fimm stk. Lára Hanna síðast þegar ég gáði.

Þröstur Unnar, 14.9.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Dísús kræst. Afsakið en það er sunnudagur.....þau eru fjögur.

Þröstur Unnar, 14.9.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe þessi var góður, sunnudagsfaraldur í gangi.  OK öllum getur orðið á í messunni.   Ég varð forvitin líka um barnafjöldan þegar ég las greinarstúfinn en nú er það sem sagt komið á hreint, eða hvað?  heheheh....

Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegar stelpur sem þú átt! Eru þær líkar mömmu sinni?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Hrönn að spæla minn ... heheheheheheh!

Flottar stelpur sem þú átt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 13:41

9 identicon

 , .. Þröstur, þú ert að vanda þig svo mikið að gleyma nú engum, að þú hefur ósjálfrátt bætt einu við.  Svo er nú aldrei að vita nema þau verði fleiri

Ásta (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég á ekki orð yfir hvað þið eruð yndislegar nánast allar.

Hrönn þér er fyrigefið aþþí þú ert svo helvíti skemmtileg.

Þröstur Unnar, 14.9.2008 kl. 19:02

11 identicon

Takk fyrir Pabbi. Allt gengur rosalega vel og okkur hlakkar öllum 3 til, að koma og heimsækja þig:) ... Tími til kominn að þú sjári littla loðna gripinn :)

Elska þig

Jóhanna Lind Þrastardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband