30.8.2008 | 16:27
Að gefa einhverjum nafn...........
getur vafist fyrir sumum. Við höfum verið að ræða nafngiftir undanfarið vegna þess að litla frænka hennar er ennþá nafnlaus, sko hún er svo ný. Þegar pabbinn segir að nú eigi að gefa litlu frænku nafn, segir hún:
"Já, og svo setur maður nafnið í munninn hennar, og ýtir því niður um hálsinn, og svo getur hún gert svona (talað) og þá kemur nafnið út um munninn, og þá heitir hún eitthvað."
Samtalinu líkur alltaf með því að pabbinn gefst upp og segir bara já já við sjáum til.
Í þessum "töluðu" orðum er Eydís Lára að gefa frænku sinni nafn og ætlar síðan að kúra hjá pabba gamla í nótt.
Munið svo að brosa framan í heiminn esskurnar................
Athugasemdir
Mér finnst nú mjög fallegt af þér að hafa skírt gullmolann þinn í höfuðið á mér...
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 16:57
Hvað er að mínu nafni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 21:11
Það er nú svo magnað dömur mínar að þessi nöfn, Hanna, Lára, Jenný og Una eru öll í famlýjunni.
Næst verður maður að kíkja á bloggið áður en maður skírir.
Þröstur Unnar, 30.8.2008 kl. 21:20
Ætlarðu að eignast mörg í viðbót?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:38
Ha ha, ég kannast við þetta "o.k. við sjáum til" - alger uppgjöf. Sumt vita þau bara betur en við.
Guðrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 08:31
Dóttir þín er Dís, örugglega heilladís fyrir þig og aðra.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.