24.8.2008 | 11:55
Frábær helgi án menningarnætur, Erils, gulls, Glitnisgöngu............
en samt með silfurslegnu hjartaskrauti.
Ikea heimsótt í gær þar sem nokkur tuskudýr og ýmsir smáhlutir sem bráðvantaði á heimilið voru keyptir gegn staðgreiðslu með silfurpeningum. Og að sjálfsögðu myndarammar, því við erum svo afskaplega myndarleg hér á þessu heimili.
Allavega 50% okkar.
Tjaldað var á miðju gólfinu og gleðin réði ríkjum.
Hver þarf svo sem gull þegar þetta er í boði............
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Stund með svona skottu tæki ég fram fyrir allt annað í þessum heimi, svei mér þá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 13:13
Ekki nokkur maður!
Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:49
Þú ert þegar með gull í höndunum. Heppinn ertu
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:15
Já.... taka þeir silfur í IKEA? Ég hef nú bara alltaf rétt þeim mitt möbelfakta plast
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 18:26
Takk fyrir okkur
Silfurplast addna heillin.
Þröstur Unnar, 24.8.2008 kl. 19:40
hún er krútt - útilegustelpan þín!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:09
Þú átt besta gull í heimi, ekki spurning. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:26
hún er alltaf jafn sæt litla prinsessan þín
Rebbý, 25.8.2008 kl. 00:27
Vertu svo skikkanlegur við flóttafólkið þitt
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.