17.8.2008 | 14:01
Bloggarar og athugasemdir - Hugsanatengd færsla án ábyrgðar......
Vinsælt: Að kasta fram spurningu gefur oftast þokkalega, ofbeldi, nauðganir, barnaníð, slys, dómar yfir afbrotafólki, eymd annarra, dóp og drykkja, klámfengið efni, og svo auðvitað aðrir bloggarar.
Óvinsælt: Gönguferðir, hjólreiðatúrar, vellíðan, tilfinningalegt ríkidæmi, stolið efni, mynd af Holtasóley.
Athugasemdir við blogg: Takk fyrir pistil, til hamingju, alveg sammála, knús, kossar, frábært, yndislegt, tilfinningatákn, teiknimyndir og svo mjög oft pínu dæmisaga af manni sjálfum í tengslum við fyrirsögn.
Þessa færslu má ekki afrita eða nota gegn höfundi á nokkurn hátt og alls ekki syngja hana í ráðstefnusölum, flugvélum, lestum eða á öðrum opinberum stöðum..........
Athugasemdir
Kjánaprik ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.8.2008 kl. 14:31
Og???
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 15:12
.....og pirr.
Þröstur Unnar, 17.8.2008 kl. 15:23
Takk fyrir pistilinn. Yndislegt. Knús.
Var einmitt að velta fyrir mér hvað gerði suma bloggara að ofurbloggurum.
Guðrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 17:25
hummmm áhugavert þröstur !!!
Kærleikur til þín og litlu skottunnar þinnar
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 18:10
Skemmtileg pæling svona í lok viku. Annars sendi ég þér og dúllunni þinni stórt knús ef ég má hehehhe....
Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:32
Veistu mér líður eitthvað svipað, held ég fari að draga mig svolítið til hlés hérna á svæðinu. Hafðu það gott
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 00:45
til ykkar allra kjánarnir ykkar, og til Jennýar.
Þröstur Unnar, 18.8.2008 kl. 15:18
haha.... góður núna ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 22:56
Hey! Þú gleymdir, undir liðnum vinsælt: "Ég er að hugsa um að hætta að blogga" Svör: Ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ekki hætta - ónei!! Ekki hætta - plís! Ekki hætta - Ekki hætta.... osfrv........
Þetta þori ég bara að setja inn núna í trausti þess að enginn lesi gamlar færslur
Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 18:55
Hvernig fór þetta fólk að áður en það byrjaði að lesa blogg viðkomandi hættara?? Æ vonder....
...og þetta var jarðskjálfti
(þú getur flokkað það síðasta undir júsless informeisíon)
Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 19:14
Ég ættla að syngja þetta þegar ég er í baði.........það er ekki bannað hehe.
Sverrir Einarsson, 29.8.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.