16.8.2008 | 16:36
Kjánalæti í fullorðnu fólki.
Við höfun notið dagsins til hins ítrasta. Ryksugað , skúrað og þvegið þvott. Það gekk á ýmsu samt þegar kom að því að setja á rúmin aftur. Hún harðneitaði að yfirgefa rúmið, og breiddi upp fyrir haus.
"Svona skottan mín, farðu úr rúminu strax"
"Látt ekki svona kjánalega pabbi, ég er í tjaldi"
Það er notað óspart gegn manni á hinum ýmsu stundum, uppeldið.
Annars bara góð..........hérna megin við sundin blá. En þið þarna hinumegin? Er einhver óstjórn í gangi?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Allt í tómu tjóni og á hvolfi hérna megin við sundin blá. Það er annað en á SKipaskaganum
Njóttu helgarinnar með litlu skottunni, hún er æðisleg.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.