1.8.2008 | 14:04
Það er svo margt sem hægt er að gera um yfirvofandi helgi.
Bærinn minn er mest að líkjast ímynduðu yfirgefnu þorpi í mið ríkjum BNA frá 18. öld. Lognmolla og hitasvækja hangir yfir bænum og varla sést lifandi vera á ferð, fyrir utan köttinn sem var að flytja í næstahús við vinnuhúsið mitt, ásamt fjölskyldu. Örlítill kvíði gerir vart við sig og maður snýr sér við annað slagið til að athuga hvort einhver sé kannski að læðast aftan að manni.
Er jafnvel að hugsa um að slökkva á þvottavélum og þurkurum til þess að taka þátt í þögninni.
Í morgun gerði ég mér grein fyrir því að stórfjölskyldan væri í þann mund að spýtast frá heimkynnum sýnum vítt og breitt um landið, og gerði þess vegna í kjölfarið formlega símakönnun á því hvar einstakir meðlimir hennar mundu dvelja þessa hræðilegu helgi. Niðurstaðan var sú að ég get nokkuð vel við unað og held ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur.
Systur mínar í Vestmannaeyjum, allt í gúddí, heimavanar.
Bræður tveir, annar fór á Akureyri með familíuna, smá stress vegna þess.
Hinn í Ófeigsfjörð, jebb nokkuð heillandi.
Náði ekki í stóra strákinn minn.
Stóra stelpan mín á Akureyri heima hjá sér, allt í gúddí.
Vó er ég að gleyma einhverjum?
Minn sjálfur, ekki ákveðið en freistandi að bruna á Strandirnar ef þokufjandinn verður ekki helgargestur þar, eða bara á fjöll.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að þitt fólk er í góðum málum og skemmti sér vel strandirnar jájá var þar á síðustu helgi í bongó blíðu man ekki eftir svona góðu þar aldrei þessu vant lá þokan yfir túnum á kvöldin svona dalalæða eins og sagt er enda er ég að fara reysa mér sumarhús á ströndunum svo hér með verður alltaf gott í bitrufirðinum allavegana Hafðu það gott
Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 14:31
"Yfirvofandi helgi" skemmtilega orðað hjá þér. Vona að þér leiðist bara ekki og hafðu góða helgi minn kæri
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.