30.7.2008 | 09:38
Lopapeysukallinn vinsælastur í Sjónvarpinu.........
og skal aungvan undra. Maður hættir að tyggja kvöldmatinn og gleymir stund og stað þegar hann byrjar með þáttinn sinn Út og Suður.
Hann virðist hafa nef fyrir skemmtilegum viðmælendum, fyrir utan það að gera þáttinn áhorfendavænan með óhefðbundnum spurningum sem leiða af sér óhefðbundin svör.
Tenging við frétt á Skessuhorni.
Minn uppáhalds aþþí ég er sveitó............
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt hvað hann finnur alltaf áhugavert fólk í þáttinn hjá sér. Fólk sem maður hafði ekki hugmynd um að væri til, og fær svo skemmtilegar frásagnir frá þessu fólki. Þetta er einn af mínum uppáhaldsþáttum, má helst ekki missa úr þátt, þó er ég (að ég held) ekki sveitó!
tatum, 30.7.2008 kl. 10:18
Minn uppáhalds líka!
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:03
Mér finnst hann ágætur en ferlega sveitó sem er krúttlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 12:48
Gísli er flottur strákur, hef hlustað á hann á þorrablóti þar sem hann fór á kostum, viðtölin hans eru lík ljúf og skemmtileg.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 14:53
Gísli klikkar aldrei með sína þætti hafðu það ljúft um helgi minn kæri
Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.