3.6.2008 | 10:07
Hef mikla þörf fyrir að blogga...............
ákkurat núna, en heilinn í mér er eins og sólþurrkaður tómatur og hef þar af leiðandi ekki nokkurn skapaðan hlut til að segja frá.
Víst má blogga þó maður hafi ekkert að segja.
Hér er hátt hitastig sól og logn.
Þetta fallega útilistaverk eftir Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu, á lóð Sjúkrahúss Akraness var vígt á Sjómannadaginn. Það heitir Hringrás og á að vera táknrænt fyrir það starf og líf sem á sér stað innan veggja Sjúkrahússins þar sem upphaf og endir lífsins eru daglegt brauð.
Jæja þá.........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Væri alveg til í eitt svona listaverk hér í garðinn.
Ía Jóhannsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:52
Flott listaverk og táknrænt. Lífið snýst einmitt um þetta, upphaf og endi en fæst okkar viljum hugsa um það síðarnefnda.
Veðrið hefur leikið við ykkur á Skaganum í dag, á slíkum dögum er gríðalega fallegt hjá ykkur. Gættu þín á sólinni
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.